Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2007 | 20:49
Seðlabankinn
Ég held að eitt að stærstu vandamálum peningamálastefnunar sé að trúverðugleiki bankans er ekki nægjanlegur. Í forsvari fyrir bankann eru pólitíkusar trekktir upp eða settar í þá nýjar Duracell rafhlöður og síðan uppdubbaðir í einhverri menntaskólahagfræði. Að lokum gerðir klárir til að upplýsa okkur hin um verðbólgumarkmið bankans og hvort breyta eigi vöxtum eða ekki til að unnt sé að lifa mannsæmandi á þessu skeri. Eftir leiðsögnina í fræðunum vilja þeir allir verða eins og Greenspan og helst að hafa það þannig að þegar þeir mæla að þá verði máttur orða þeirra slíkur að hlutabréfa- og/eða gengisvísitölur taka að dansa líkt og norðurljós um miðja vetrarnótt.
En þetta er ekki svona. Það er ekki hlaustað á þá, trúverðug- og myndugleikann vantar. Þeir eru ekki Greenspan, bara uppdubbaðir platseðlabankastjórar sem allir vita að hefðu orðið betri yfirflugstjórar á Boeing 757 ef ríkð væri enn með flugfélag. Hefði ég frekar kosið að þeir hefðu fengið þá vegtitla, þ.e. að verða flugstjórar hjá ríksflugfélaginu sáluga (blessuð sé minning þess) en setjast í stól seðlabankastjóra og hafa engan mátt eða kunna ekki að beita þeim stjórntækjum sem þeir hafa í höndunum. Aðgerðir Seðlabankans til að hafa áhrif, snúa ekki bara að vöxtum og bindiskyldu. Það felst líka í skoðunum, hugmyndum og að sannfæra aðra um ágæti hugmyndarinnar. Bankinn hefur brugðist þessu hlutverki sínu og fyrir bragðið eru önnur tæki sem hann hefur vita bitlaus. Trúverðugleikinn hefur beðið hnekki.
Við erum nú stödd í kerfi þar sem er met viðskiptahalli, fara þarf til Brasilíu eða Zimbabwe til að finna jafn háa stýrivexti og styrkur krónunar þannig að engin innlend framleiðsla fær staðist slíkt til lengdar. Þá eru aðstæður þannig hér, að farið er að gera út af erlendum aðilum, á þá vexti sem hér eru. Gefin eru út hávaxta jöklabréf sem ellilífeyrisþegar í Þýskalandi kaupa. Og hvers skyldi svo á endanum greiða vextina? Við gerum það á endanum. Almenningur hér á landi greiðir fyrir vaxtamuninn sem er á erlendu myntinni og vöxtunum á krónunni. Þannig fer hluti af okkar afkomu í að fjármagna ævikvöld þýsks tannlæknis eða kennara á sólarströnd í Tyrklandi.
Seðlabankinn þarf að öðlast trúverðugleika. Slíkt held ég að ekki takist nema að við fáum í forsvari fyrir bankann mann/konu (já einn bankastjóri dugar eins og annarsstaðar) sem er trúverðug, hefur þekkingu á því sem bankinn er að fást við og er kominn það langt í fræðunum að hann þarf ekki að treysta á tossamiða í púltinu.
Davíð segir gagnrýni SA ekki trúverðuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 16:47
Hann hlýtur að hafa verið að skemmta sér í gærkveldi
Þetta eru nú einhver furðulegasta tilvitnun sem ég hef lengi séð. Maður sem er í forsvari fyrir samtök sjómanna skuli nú fyrst vera að gera sér grein fyrir að eitthvað sé bogið við kerfi sem "rökfræðilega" getur ekki leitt af sér vernd. Hvað er maðurinn að hugsa? Hann hlýtur að hafa verið að skemmta sér í gærkveldi og er líklega illa fyrirkallaður í dag.
Um aðferðir Hafró við stofnmælingar má örugglega deila. Svipað og ætla að telja Indverja með því að fljúga yfir Indland.
Eitthvað hlýtur að vera að fiskveiðistjórnuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 16:36
Árangur heimsins besta "verndarkerfis"
"Verndarkerfi" sem gefur þessa niðurstöðu er skrýtið kerfi. Þegar árlegur jafnstöðuafli íslenskra útgerða fimmtíu áranna á undan kvótasetningunni var á bilinu 280 til 330 þús. tonn. og breskir togarar lágu að auki í smáfiski. Það er ekki hægt að nota hugtakið "kerfi" yfir þetta. Þetta er meira í líkingu við söguna um "Nýju fötin keisarans" eða söguna um Pótimín keisara. Hversu lengi á þessi blekking um vernd að vera við lýði? Kerfið er peningakerfi en ekki verndarkerfi.
Þetta er komið út yfir allt velsæmi. Stofnarnir verða ekki veiðanlegir með sama áframhaldi. Gengdarlaus rányrkja er stunduð á miðunum í kringum landið. Með sama áframhaldi eiga lífskjör hér eftir að skerðast stórkostlega.
Sjávarútvegsráðherra: Þurfum að ræða málin af yfirvegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 10:35
Kerfið er vandamálið.
Þetta gengur líklegast yfir þegar búið er að klára það sem er bitastæðast og tekur að beygja sig eftir á Vestfjörðum og Í Vestmannaeyjum. Ég tel að þetta gerist t.t. hratt. Verði yfirstaðið innan fimm ára. Þegar búið verður að þjappa þessu saman held ég að ekki verði nema tvær, kannski þrjár alvöru útgerðir í landinu. Lítið eða ekkert gert út frá Vestfjörðum og lítið frá Vestmannaeyjum. Byggðirnar á Vestfjörðum horfnar og Vestfirðirnir orðnir stærsti þjóðgarður í Evrópu. Vestmannaeyjar byggðar 500 hræðum.
Þegar einingarnar stækka losa "frumkvöðlarnir" sig að einhverju leyti út úr eignarhaldinu og inn koma nýir aðilar. Ég spái því að á þeim tímapunkti verði búið að búa svo um hnútana á hinu háa Alþingi að fjárfesting í sjávarútvegi verði óháð þjóðerni. Gefur líka "lénsherrunum" meiri möguleika að fá hærra verð fyrir "afraksturinn" með því að opna fyrir fleiri kaupendur. Norðmenn og/eða ESB verði í framhaldinu hér meira ráðandi í veiðum og vinnslu.
Vandamálið er ekki Rifsbræður! Vandamálið felst í því kerfi sem við höfum innleitt. Kerfinu verður að breyta.
"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 03:03
Eru Vinstri-græn græn?
Mér finnst þetta vera gott framtak hjá VG að bregðast við á þennan hátt. Vona bara að hugur fylgi máli og þeir reyni að fylgja þessu eftir. En mér finnst stefna þeirra í fiskveiðistjórnunarmálum óskýr og ekki nægjnlega afgerandi. Hugmyndafræðingar þeirra hafa enn ekki áttað sig á því að fiskveiðistjórnunarkerfið er peningakerfi en ekki verndarkerfi. Umgengnin um auðlindina miðast við að hámarka afrakstur framleiðslutækjanna en ekki afkastagetu fiskistofnana. Úr auðlindinni er tekið það sem passar peningakerfinu. Hinu sem ekki passar er skilað dauðu í faðm hafsins.
Það er ekki nóg að vera græn um holt og móa og hafa skoðanir á því sem sést með berum augum. Á mestu auðlind okkar er stunduð skipulögð rányrkja og umgengnin um veiðisvæðin er þannig að þúsund ára gamlir kórallaskógar hafa verið flattir út með stöðugum skakstri botnvörpunnar. Eyðimerkur eru nú þar sem áður voru gjöful fiskimið. Líklega yrði uppi fótur og fit ef um Hallormstaðarskóg færu daglega 6 jarðýtur með slóðadragara. En áhrif botnvörpunnar eru ekki svo ósvipuð.
Náttúruvernd VG þarf líka að taka til þessarar auðlindar, skilyrðanna í hafinu og ekki síður að allir hafi jafnan rétt á að nýta auðlindina. Það væri trúverðug og alvöru náttúruvernd.
Flateyringar eru skítugu börnin hennar Evu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 13:06
Tyrkjaránið?
Tilboð þeirra Rifsbræðra um kaup á hlutafé Vinnslustöðvarinnar er ekki rán. Ekki heldur Tyrkjarán. Það er í fullu samræmi við þær reglur og þau lög sem við höfum sjálf ákveðið að gildi um meðferð og framsal fiskveiðiheimilda. Leikreglurnar eru skýrar og á meðan þær eru óbreyttar færast heimildirnar þangað sem arðurinn verður mestur fyrir handhafa heimildanna.
Binni í Vinnslustöðinni útlistaði þetta sjálfur í grein fyrir stuttu þar sem hann fór mörgum orðum um að heimildir á margra höndum væri eins og fé án hirðis. Er hann þá ekki ánægður að heimildirnar skuli færast á enn færri hendur? Það hlýtur að vera rökrétt. Sá sem getur borgað mest og safnað mestum heimildum hlýtur að vera sá sem getur gert mest úr heimildunum og kann þar af leiðandi best með þær að fara.
Fiskveiðistjórnunarkerfið er "hundalógíkakerfi" og varðhundar þessa kerfis, eins og Binni, hafa beitt hundalógík til að verja það. Nú er svo komið að fjöregg Vestmannaeyja (óveiddur fiskur), sem með kerfinu var fært nokkrum útvöldum, gæti lent á Rifi og lénsherrann þar ákveðið hvar og hvernig aflinn yrði verkaður. Það fellur jú ágætlega að hundalógíkinni. Fiskveiðisstjórnunarkerfið hefur ekki sgat sitt síðasta og á eftir að gera enn meiri usla á landsbyggðinni. Við eigum eftir að sjá gamalgróin byggðarlög með yfirburðaraðgengi að auðlindinni hverfa. Vestmannaeyjar sem er besta verstöð landsins, verður með sama áframhaldi 500 manna byggð. Lítið lén sem geldur lénsherranum sitt.
Og af hverju ættum við ekki að vera ánægð með þessa "hagræðingu"? Meirihluti þjóðarinnar lýsti skoðun sinni í kjörklefunum fyrir ekki svo löngu síðan.
Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 10:06
Handtaka eða mannrán?
Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 16:15
Lok Hrunadansins
Ég held að það þurfi sterka stjórn til að taka á þeim vanda sem við blasir hjá okkur. Þegar verðbólgan mælist um 6%, en er líklega nær 15% þegar tekið hefur verið t.t. 10% styrkingu krónunnar frá áramótum og niðurfellingu vörugjalda og lækkunar vsk á matvæli. Holskeflan, með tilheyrandi leiðréttingum á fasteignamarkaði, á eftir að ríða yfir okkur þegar krónan tekur þeim breytingum til lækkunar sem hún þarf að gera til að hægt sé að stunda einhverja framleiðslu hér á landi. Skera þarf niður ríkisútgjöld og spara í opinberum rekstri og haga ríkisútgjöldunum þannig að vextir hér aðlagi sig að því sem er í löndunum í kringum okkur. Sterka stjórn þarf til að stöðva Hrunadansinn og stýra hagkerfinu í gegnum þá aðlögun sem nauðsynleg er til að við náum jafnstöðu m.v. eðlilega gengisskráningu krónunnar. Jafnframt þarf að stokka upp einkaleyfiskerfin í fiskveiðistjórnun og landbúnaði. Opna fyrir aðgengi, leggja af vernd hinna fáu, og stuðla að því að einkaframtakið fái drifið áfram nauðsynlegar úrbætur og framþróun í þessum greinum almenningi til hagsbóta.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 10:10
Það á að leggja niður þessa staði.
Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar