Það á að leggja niður þessa staði.

Það er eina rökrétta, m.v. fiskveiðistjórnunarkerfið, er að leggja af byggð á Flateyri. Ekki að vera að gera þessum lénsherrum þetta svona erfitt með því að vera að malda alltaf í móinn. Þetta er jú það sem þeir eiga og alveg ótrúlegt að menn séu eitthvað að ybba sig yfir  þessu og yfir höfuð vera að angra þessa annars ágætis menn. Þetta er rétturinn sem þeir fengu, lögin, löggjafinn, dómasvaldið og framkvæmdavaldið er þeirra. Svo afhverju að vera að berja hausnum alltaf við steininn? Betra að hafa verbúðina á einum stað þar sem verbúðarfólkið er frekar af erlendum uppruna. Enda  nennir landinn hvort eð er ekki að vinna í fiski. Mætti kannski nýta aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli til að gera eina risaverbúð og svo öll ónýttu frystihúsin á SV-horninu. Fólkið gæti síðan notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá spóka sig um helgar í hámenningarlegum verslunarmiðstöðvum höfuðborgarinnar eins og við hin heppnu. Hvað er varið í að vera "dreifbýlistútta" á Flateyri ef þessi möguleiki opnaðist?
mbl.is Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að tala svona segir meira um þann sem talar en þann stað og það fólk sem talað er um!!

Gamall Flateyringur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þú hlýtur að vera að grínast? Ef ekki þá vorkenni ég þér sárlega.

Ársæll Níelsson, 17.5.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Hagbarður

Ég hef ekki sérstakan áhuga á "pólitíkinni" í kringum kerfið, ég er íhaldsmaður af gamla skólanum og starfandi hagfræðingur og horfi á þennan óskapnað frá því sjónarhorni.


Barátta fólksins á landsbyggðinni snýst um það að kvótakerfið verði afnumið og fólkið endurheimti aftur réttinn til nýta þá auðlind sem það öðlaðist rétt á að nýta með falli konungsútgerðarinnar í lok miðalda. Með fiskveiðistjórnunarkerfinu bjuggum við til lénsskipulag, þar sem lénin eru fiskveiðiheimildirnar og lénsherrarnir eru handhafar heimildanna. Stærsta lénið er í Reykjavík, lélegustu verstöð landsins. Lénsherrana kannast flestir við úr fréttum eða þá úr því merka vikuriti "Séð og heyrt", þar sem þeir reglulega birtast og fjallað er um afrek þeirra í viðskiptalífinu, s.s. kaup á bönkum, bílaumboðum, afmælisveislum með erlendum skemmtikröftum og þannig má lengi telja.

Fiskveiðistjórnunarkerfið er "peningakerfi" en ekki verndarkerfi. Auðilindin er nýtt með það að markmið að fjármagnið og búnaðurinn sem nýttur er til að yrkja auðlindina skili sem mestum arði. Nýtingin miðast ekki við að yrkja auðlindina á sem hagkvæmastan hátt. Úr auðlindinni er því tekið það sem passar "peningakerfinu", hinu sem ekki passar annaðhvort í hausingavélina, röng tegund eða stærð, er skilað aftur til móður náttúru, en í flestum (öllum) tilfellum þá sem dauðu. Í þessu kerfi er innbyggð gríðarleg sóun á verðmætum, verðmæti sem væri nýtt ef við nálguðumst auðlindina á annan hátt. Ég get tekið eitt nýlegt dæmi sem ég las um í Fréttablaðinu fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum síðan. Fréttin var um mettúr hjá Venusi. Kallarnir fiskuðu 1.000 tonn af slægðum þorski og þessir 12 kallar í vinnslunni pökkuðu um 40 tonnum á sólarhring (Þarf líklega svona 50 til 60 kellingar til að gera það í frystihúsi). Söluverðmæti þess sem fór í gegnum dallinn var 183 millj. kr., sem er jú kr. 183 á kg. af því sem veitt var, m.v. slægðan afla. 183 kr. á kg. var afraksturinn til að standa straum af launum, olíu, öðrum rekstrarkostnaði og því sem reksturinn þarf að standa skil á. Á Fiskmarkaði Suðurnesja á sama tíma var verið að selja slægðan þorsk á um 270 kr. kg. Frystitogarinn skilaði 183 kr. á kg. en vinnslan í landi þurfti að kaupa hráefnið á 270 kr. kg. Hvað vinnslan í landi gat búið til mikil verðmæti úr þessum 270 kr. á kg. veit ég ekki, en sóunin m.v. þessi 1.000 tonn hlaupa á mörgum tugum milljóna. Þetta er dæmi um sóunina sem greypt er inn í fiskveiðisstjórnunarkerfið. Vinnsla á bolfiski á heima í landi en ekki út á sjó. Uppsjávarfisk, síld og loðnu, er í lagi að frysta úti á sjó.

Jörðin er flöt í þessu kerfi og engar skoðanir leyfðar. Og það sem meira er að menn eru nánast bannfærðir fyrir að hafa einhverja skoðun á þessu kerfi sem ekki fellur að skoðun lénsherranna og ríkjandi valds. Sama var með Galileó þegar hann hélt því fram að jörðin væri ekki flöt og jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt. Fiskveiðistjórnunarkerfið er ómögulegt, það "útdeilir" ójöfnuði og óréttlæti og það stuðlar að rányrkju. Rányrkjan felst í því sem ég lýsti hér að framan og ójöfnuðirinn og óréttlætið felst í því að aðgangur að auðlindinni er takmarkaður við ákveðna aðila. Einstaklingshugsunin, frjálsa framtakið og duglega unga fólkið með stóru draumana í byggðum með hlutfallslega yfirburði í aðgengi að auðlindinni, getur aldrei hagnast, byggt sér lífsviðurværi eða látið drauminn rætast í núverandi kerfi. Ef það flýr ekki byggðina og leitar að möguleikunum þar sem þeir eru (Reykjavík) fer fyrir afkomunni og draumum þessa unga fólks eins og byggðinni, hún á sér enga von.

Þannig held ég að geti farið fyrir byggðunum fyrir vestan. Þær eiga sér enga von nema kvótakerfið verði afnumið.

Hagbarður, 17.5.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég er hjartanlega sammála öllu því sem þú segir um galla kerfisins. Staðreyndin er hinsvegar sú að margir kjósa að búa í þessum þorpum og munu gera það til dauðadags sama hve skítt ástandið verður. Það eru ekki allir sem gefast upp fyrir kerfinu og flýja suður, afhverju ætti það að vera eitthvað betra?

Ég trúi ekki á þennan borgríkisdraum þinn.

Ársæll Níelsson, 17.5.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Enn einn vitsmunabrunnurinn sem telur sig geta drullað yfir eigur, hagsmuni og vilja fullorðins fólks.  Þorir ekki að skrifa undir nafni heldur notar orðið "Hagbarður".  Gaman þætti mér að vita ef að Hagbarður myndi bara flytjast í verbúð til Flateyrar ef öll Hagfræðifyrirtækin yrðu sameinuð þar. 

Til hvers að hafa þessi fyrirtæki fyrir sunnan þar sem dýrasta lóðaverðið er??? Bara vestur með þetta lið og loka Reykjavík!!!

Reykjavík varð nefnilega stórborg út af Íslensku Getraunum og Happdrætti DAS, plús pulsunum sem við seljum túristunum.

Apamálflutningur, sem væri skárri ef þorað væri að skrifa undir nafni. 

Magnús Þór Jónsson, 17.5.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Hagbarður

Þetta er ekki minn draumur, mikið langt í frá. Ég er talsmaður fyrir sterkri byggð á landinu þar sem heimamenn fái nýtt á sjáfbæran hátt þær auðlindir sem liggja í "túnfætinum".  Ég er þeirrar skoðunar að  "martröðin" sé í gangi og henni ljúki ekki nema að við komum okkur út úr þessu kerfi. En ég held að við eigum eftir að sjá erfiðleikana magnast meira úti á landi, nema gripið verði STRAX til róttækra aðgerða og kerfið skorið upp. Fólk er í "vistarbandi", sem felst m.a. í því að það býr í nánast verðlausum eignum (m.v. höfuðborgarsvæðið) og sumir treysta sér ekki (kannski vegna aldurs) að söðla um og skipta um starfsvettvang. Í því felst vistarbandið. Krakkarnir fljúga mörg hver annað og eftir verður fólkið í verðlausu eignunum sem sér barnabörnin sín tvisvar eða þrisvar á ári. Á endanum holast byggðin að innan. Þetta þekki ég af eigin reynslu.

Hagbarður, 17.5.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband