Kerfið er vandamálið.

Þetta gengur líklegast yfir þegar búið er að klára það sem er bitastæðast og tekur að beygja sig eftir á Vestfjörðum og Í Vestmannaeyjum. Ég tel að þetta gerist t.t. hratt. Verði yfirstaðið innan fimm ára. Þegar búið verður að þjappa þessu saman held ég að ekki verði nema tvær, kannski þrjár alvöru útgerðir í landinu. Lítið eða ekkert gert út frá Vestfjörðum og lítið frá Vestmannaeyjum. Byggðirnar á Vestfjörðum horfnar og Vestfirðirnir orðnir stærsti þjóðgarður í Evrópu. Vestmannaeyjar byggðar 500 hræðum.

Þegar einingarnar stækka losa "frumkvöðlarnir" sig að einhverju leyti út úr eignarhaldinu og inn koma nýir aðilar. Ég spái því að á þeim tímapunkti verði búið að búa svo um hnútana á hinu háa Alþingi að fjárfesting í sjávarútvegi verði óháð þjóðerni. Gefur líka "lénsherrunum" meiri möguleika að fá hærra verð fyrir "afraksturinn" með því að opna fyrir fleiri kaupendur. Norðmenn og/eða ESB verði í framhaldinu hér meira ráðandi í veiðum og vinnslu.

Vandamálið er ekki Rifsbræður! Vandamálið felst í því kerfi sem við höfum innleitt. Kerfinu verður að breyta.


mbl.is "Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er svo laukrétt hjá þér, ekki spurning og ráðgjafar stjórnvalda hafa aldrei stefnt að neinu öðru (LÍÚ, Þorsteinn Már o. fl.) Enda lýsti þáverandi sjávarútvegsráðherra, dýralæknir að nafni Árni, þessu í ræðu í Boston fyrir nokkrum árum, þannig að menn sem tilheyra sama stjórnmálaflokki og ekkert þykjast vita og skilja ekkert í Flateyri o.s.frv. hafa greinilega ekki verið í vinnunni. þetta tekur nokkur ár í viðbót, en markmið stjórnvalda hefur allan tímann verið mjög ljóst, þeim sem hafa viljað opna augun....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband