Tyrkjaránið?

Tilboð þeirra Rifsbræðra um kaup á hlutafé Vinnslustöðvarinnar er ekki rán. Ekki heldur Tyrkjarán. Það er í fullu samræmi við þær reglur og þau lög sem við höfum sjálf ákveðið að gildi um meðferð og framsal fiskveiðiheimilda. Leikreglurnar eru skýrar og á meðan þær eru óbreyttar færast heimildirnar þangað sem arðurinn verður mestur fyrir handhafa heimildanna.

Binni í Vinnslustöðinni útlistaði þetta sjálfur í grein fyrir stuttu þar sem hann fór mörgum orðum um að heimildir á margra höndum væri eins og fé án hirðis. Er hann þá ekki ánægður að heimildirnar skuli færast á enn færri hendur?  Það hlýtur að vera rökrétt. Sá sem getur borgað mest og safnað mestum heimildum hlýtur að vera sá sem getur gert mest úr heimildunum og kann þar af leiðandi best með þær að fara.

Fiskveiðistjórnunarkerfið er "hundalógíkakerfi" og varðhundar þessa kerfis, eins og Binni, hafa beitt hundalógík til að verja það. Nú er svo komið að fjöregg Vestmannaeyja (óveiddur fiskur), sem með kerfinu var fært nokkrum útvöldum,  gæti lent á Rifi og lénsherrann þar ákveðið hvar og hvernig aflinn yrði verkaður.  Það fellur jú ágætlega að hundalógíkinni. Fiskveiðisstjórnunarkerfið hefur ekki sgat sitt síðasta og á eftir að gera enn meiri usla á landsbyggðinni. Við eigum eftir að sjá gamalgróin byggðarlög með yfirburðaraðgengi að auðlindinni hverfa. Vestmannaeyjar sem er besta verstöð landsins, verður með sama áframhaldi 500 manna byggð. Lítið lén sem geldur lénsherranum sitt.  

Og af hverju ættum við ekki að vera ánægð með þessa "hagræðingu"? Meirihluti þjóðarinnar lýsti skoðun sinni í kjörklefunum fyrir ekki svo löngu síðan.


mbl.is „Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hagbarður.

   Tek undir hvert orð sem þú segir í grein þinni.   Undarlegt að hluthafar í Vinnslustöðinni þar á meðal Binni fagni því ekki að einhver sé tilbúinn að greiða helmingi hærra verð fyrir hlutafjáreign þeirra en þeir hafa verðmetið hana á. Sala á Vinnslustöðinni stuðlar að aukinni hagkvæmni og framlegð, og er í fullu samræmi við rökstuðning þeirra sem hafa stutt núverandi kvótakerfi með ráð og dáð.  Sparnaður fyrir ríkissjóð, því nú þurfa menn ekki að leggja í dýr samgöngumannvirki til eyja, og hægt að fækka ferðum Herjólfs, og taka minna skip í notkun.  Eðlilegt að íbúar Vestmannaeyja verði eins og Habarður segir um 500 manns, ef núverandi stefna stjórnvalda um fiskveiðistjórnun verður óbreitt.

    Segir ekki í stjórnarsáttmálanum, áframhaldandi stöðuleiki í sjávarútvegi.

haraldurhar, 2.6.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband