Handtaka eða mannrán?

Það er allt fróðlegt að velta fyrir sér hvernig hugtök eru notuð um atburði eins og þennan. Í þessu tilviki er talað um handtöku, þ.e.a.s. að eitt ríki ræðst inn í annað ríki og "handtekur" ráðamenn þess. Sömu hugtök voru notuð þegar Nasistar réðust inn í Tékkóslóvakíu á sínum tíma. Líklega myndi hugtakið "handtaka" verða hryðjuverkaárás ef stjórn Palestínumanna myndi "handtaka" ráðamenn í Ísrael.
mbl.is Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lok Hrunadansins

Ég held að það þurfi sterka stjórn til að taka á þeim vanda sem við blasir hjá okkur. Þegar verðbólgan mælist um 6%, en er líklega nær 15% þegar tekið hefur verið t.t. 10% styrkingu krónunnar frá áramótum og niðurfellingu vörugjalda og lækkunar vsk á matvæli. Holskeflan, með tilheyrandi leiðréttingum á fasteignamarkaði, á eftir að ríða yfir okkur þegar krónan tekur þeim breytingum til lækkunar sem hún þarf að gera til að hægt sé að stunda einhverja framleiðslu hér á landi. Skera þarf niður ríkisútgjöld og spara í opinberum rekstri og haga ríkisútgjöldunum þannig að vextir hér aðlagi sig að því sem er í löndunum í kringum okkur. Sterka stjórn þarf til að stöðva Hrunadansinn og stýra hagkerfinu í gegnum þá aðlögun sem nauðsynleg er til að við náum jafnstöðu m.v. eðlilega gengisskráningu krónunnar. Jafnframt þarf að stokka upp einkaleyfiskerfin í fiskveiðistjórnun og landbúnaði. Opna fyrir aðgengi, leggja af vernd hinna fáu, og stuðla að því að einkaframtakið fái drifið áfram nauðsynlegar úrbætur og framþróun í þessum greinum almenningi til hagsbóta.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að leggja niður þessa staði.

Það er eina rökrétta, m.v. fiskveiðistjórnunarkerfið, er að leggja af byggð á Flateyri. Ekki að vera að gera þessum lénsherrum þetta svona erfitt með því að vera að malda alltaf í móinn. Þetta er jú það sem þeir eiga og alveg ótrúlegt að menn séu eitthvað að ybba sig yfir  þessu og yfir höfuð vera að angra þessa annars ágætis menn. Þetta er rétturinn sem þeir fengu, lögin, löggjafinn, dómasvaldið og framkvæmdavaldið er þeirra. Svo afhverju að vera að berja hausnum alltaf við steininn? Betra að hafa verbúðina á einum stað þar sem verbúðarfólkið er frekar af erlendum uppruna. Enda  nennir landinn hvort eð er ekki að vinna í fiski. Mætti kannski nýta aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli til að gera eina risaverbúð og svo öll ónýttu frystihúsin á SV-horninu. Fólkið gæti síðan notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá spóka sig um helgar í hámenningarlegum verslunarmiðstöðvum höfuðborgarinnar eins og við hin heppnu. Hvað er varið í að vera "dreifbýlistútta" á Flateyri ef þessi möguleiki opnaðist?
mbl.is Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband