"Staðreyndir sem lítið hefur farið fyrir"

Í samnefndri grein lýsir sjávarútvegsráðherra atriðum sem honum finnst ekki hafa verið gerð skil eða komið nægjanlega vel fram í umræðinni um áhrif aflasamdráttarins á atvinnulífið. Dálítið merkilegt að hann kjósi að velja þessi atriði máli sínu til stuðnings. En ugglaust má ætla, að þegar menn eru lítt vopnaðir eða hafa veik rök, sé týnt það til sem hendi er næst, þó deigt sé.

Í viðleitni minni til að aðstoða ráðherrann dreg ég fram staðreyndir sem ekkert hefur farið fyrir í umræðu hans: (1) Á tímabilinu frá því upp úr seinna stríði og fram til gildistöku fiskveiðistjórnunarkerfisins (1983) var árlegur jafnstöðuafli á Íslandsmiðum í kringum 350 til 400 þús. tonn.  (2) Um áramótin 2006 hefur skuldsetning í sjávarútvegi aukist 14 fallt að raungildi miðað við árið 1983.

Aflinn þetta árið er þrefallt minni en hann var að meðaltali á 40 ára tímabili fyrir tilkomu fiskveiðistjórnunarkerfisins og skuldirnar eru 14 sinnum meiri en þær voru við upptöku kerfisins. Þetta er árangurinn! 


"Um vandaða stjórnarhætti"

Ég var að lesa grein eftir Sigurð Líndal prófessor, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fjallar um skipun Árna Mathiesen á dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Hérðaðsdóm Austurlands. Áhugaverð og góð grein fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með því á hvern hátt framkvæmdavaldið fer illa með það umboð og vald sem það hefur sótt til fólksins.

Ég fylgdist nokkuð náið með umræðum sem urðu á Alþingi í kjölfar þessa máls og verð að segja að margt kom mér þar á óvart. Mínir gömlu samflokksmenn fóru þar fremstir í flokki að verja þá gjörð, sem að mínu mati hefur ekki eingöngu kastað rýrð á ráðherrann og hans embættisfærslur, heldur hefur og vegið að sjálfstæði og trúverðugleika dómstólanna. Mér finnst það með ólíkindum að ungir þingmenn, sem margir hverjir eru löglærðir, skuli hafa reynt að verja þessa embættisfærslu með "froðurökum" og yfirhöfuð tekið þátt í umræðunni um þessi afglöp. Ráðherra sem fremur slík afglöp og misbeitir valdi sínu svo gróflega á að segja af sér. Hann á að sjá sóma sinn í því.

Umhugsunarefni er einnig í ljósi þeirra umræðna sem urðu um málið, hvernig "hugarheimur" þessara ungu þingmanna í mínum gamla flokki er. Eru þeir á þingi til að styrkja framkvæmdavaldið í landinu, draga úr áhrifum og eftirlitshlutverki Alþingis og vega að dómsvaldinu? Í umræðum sínum vóg þetta unga fólk að frelsi einstaklingsins og þrískiptingu valdsins, sem hvorutveggja eru hornsteinar lýðræðisins. Ég spyr mig því: "Er svona illa komið fyrir okkar flokki að grundvallarforsendur lýðræðisins eigi þar ekki lengur bústað?


Skerðing frelsisins

Það er umhugsunarvert hversu miklu við viljum kosta til við að "tryggja öryggi" okkar. "Öryggi" sem mér vitanlega hefur ekki verið skilgreint í pólitískri umræðu hér á landi. Hvar og hver er óvinurinn, sem réttlætir að við eyðum yfir 2.000 millj. á þessu ári til að "tryggja" öryggi okkar? Nær væri að setja alla þessa fjármuni í björgunarsveitirnar.

Við erum, gegnum aðildina að NATO, í trússi með þjóðum sem hafa sérstaklega gengið fram í því að skerða réttindi borgaranna. Lögum um hryðjuverk sem auðvelda á stjórnvöldum að bregðast gegn ósýnilegri vá, hefur ítrekað verið misbeitt af stjórnvöldum, t.d. í Bretlandi, til að skerða og takmarka réttindi samborgaranna. Dómstólar þurfa ekki að fjalla um frelsisskerðinguna og stjórnvöld virðast nýta þessa sértæku heimild úr hófi fram. Hugmyndin um "réttarríkið" hefur verið kastað fyrir róða. Aftur er búið að innleiða hugtakið "Ríkið það er ég", eins og Sólkonungurinn sagði forðum, þar sem rannsóknar-, ákæru- og dómsvaldið er orðið eitt og hið sama.

Við erum, hér á landi, á hraðferð inn í svipað fyrirkomulag. Umræðan um "öryggi" beinist að því að skerða mannréttindi sem hingað til hafa a.m.k. verið talin sjálfsögð. "Öryggi" einstaklinganna og samfélagsins stafar ekki ógn af einhverju sem ekki er hægt að skilgreina. Örygginu stafar ógn af stjórnmálamönnum sem tilbúnir eru að eyða umtalsverðum fjármunum til að vera þátttakendur í hernaðarbandalögum, sem tilbúnir eru að fórna grundvallarhugtökum "réttarríkisins" með því að innleiða hér á landi aukið eftirlit með samborgurunum, koma á fót greiningardeildum sem fylgjast án dómsúrskurðar með fólki og tilbúnir eru að vopna lögregluna eða að koma á fót herdeild. Þetta er hin raunverulega ógn, þegar stjórnmálamenn ganga með það í maganum að "Ríkið það er ég".  


mbl.is Bjarni: Engin stefnubreyting innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið breyst á 35 árum

 

Ég man ágætlega eftir þessari nótt. Var á unglingsaldri og hélt fyrst að það væri kviknað í austur á Kirkjubæ. Annað kom síðan í ljós. Ekki man ég eftir því að fólk hafi verið sérstaklega hrætt. Við komumst síðan til lands með Gjafari og tveimur dögum seinna fórum við pabbi með m.b. Gunnari Jónssyni frá Reykjvík til að tæma húsið og koma búslóðinni okkar upp á land. Það var ákveðin upplifun fyrir peyjann að koma til baka og verða vitni að atganginum sem var við að bjarga dótinu. Allt fljótandi í bjór. Menn klæddir í furðulegar "múderingar", sumir með gamla hermannahjálma og ólíklegustu menn að keyra vörubíla. Húsið okkar nötraði og skalf og sérstaklega er mér minnisstætt hversu rúðurnar glömruðu. Eitthvað af rúðunum að austanverðu var brotið og teppin sviðin eftir gjallið sem hafði komist inn. Ég man að mér var falið að sjá um að tæma eldhúsið en í öllum látunum gleymdi ég að tæma gamla Philco ísskápinn. Hann kom því innanbrotinn með ókræsliegri blöndu upp á land þar sem ægði saman lýsi, síld, rauðkáli og tómatssósu (hún var í gleri þá). Á bryggjunni biðu þvottavélar, ískápar og mublur að verða settar í sömu stroffuna og hífðar um borð. Ekki mikið verið að velta fyrir sér rispum og einhverju smávægilegu hnjaski sem stofustássið varð fyrir. En allt fór þetta vel.

Eyjarnar urðu kannski aldrei þær sömu eftir gos. Mikið af rótgrónum Eyjamönnum komu ekki til baka og austurbærinn hvarf að mestu. En uppbyggingin gekk vel og það er til marks um samstöðu og samhug Eyjamanna hversu vel tókst til.

Ég á mjög sterkar rætur í Eyjum og verð alltaf Eyjamaður. Reyni að koma sem oftast til Eyja og börnin mín, þó fædd séu á fastalandinu, eru á vissan hátt Eyjamenn líka í gegnum tengsl og veru í Eyjum. En óneitanlega hefur maður séð í gegnum árin hvernig hnignunin hefur sett mark sitt á allt samfélagið. Atgervisflótti, glötuð tækifæri og "ólög" sem grafið hafa undan samfélaginu. Kjarkurinn og áræðið hefur minnkað og stundum finnst mér fólk vera fullt af þrælsótta og hafi bara sætt sig við ríkjandi ástand. Eyjarnar eru besta verstöð landsins, ekkert annað en "ólög" hafa breytt því að innanmeinið sem herjar á samfélagið grasseri áfram og að endingu geri útaf við samfélag sem áður var það fremsta hér á landi. Engar mótvægisaðgerðir sem felast í fjölgun opinberra starfsmanna eða að mála skúra í eigu ríkis eða bæjarsjóðs koma í veg fyrir að samfélög rotni innan frá. Það þarf alvöru aðgerðir! Aðgerðir sem fólgnar eru í því að opnað verði fyrir aðgengi allra að auðlindinni og þetta lénsskipulag sem verið hefur við lýði verði afnumið. Þá fyrst munu staðir eins og Eyjar rísa til fyrri vegs og virðingar vegna yfirburðar aðgengis að auðlindinni.

Aðgerða er þörf strax, en ekki einhverntíma í fjarlægri framtíð. Fiskveiðistjórnunarkerfið verndar ekki fiskistofnana og hefur ekki byggt þá upp. Það hefur heldur ekki aukið arðsemi. Skuldsetning í greininni hefur aukist 14 fallt frá því kerfið var tekið upp og sífellt fleiri grömm af þeim gula fara í greiðslu vaxta. Það þarf samstöðu, samstöðu fólks í sjávarbyggðum, til að varpa þessu oki af okkur. Vonandi opnast einhver vitræn umræða um þessi mál þegar umræðan um álit Mannréttindarnefndar SÞ fer að taka á sig einhverja mynd við Austurvöll. En ég er efins um það. Held að stjórnmálin séu orðin svo samgróin kvótakerfinu og einnig að skilningur fólks (sérstaklega stjórnmálamanna) sé þverrandi á að það þurfi að framleiða verðmæti og selja til útlanda til að hægt sé að búa hér úti í miðju ballarhafi.

Sjálfum finnst mér að breyta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann hátt að setja eigi t.d. 3ja mílna "sveitarstjórnarlögsögu" (Þrjár mílur í kringum Eyjar) og leyfa öllum sem heimilisfesti eiga í viðkomandi byggð að sækja sjóinn með færi og línu og skilyrða að aflanum sé landað og hann unninn í heimabyggð. Þá finnst mér að hverfa eigi frá kvótakerfinu og taka upp sóknardagakerfi. Bjóða árlega út á markaði með frjálsu framsali tiltekinn fjölda daga. Allur afli kæmi þá í land. Ég hef engar áhyggjur af kvótaveðsetningunni. "Verðmætið" myndi færast úr kvóta yfir á annan "rétt", réttinn til að veiða og hugsanlega myndu skipin fá annað og meira verðmæti í slíku kerfi.

Vona að sá dagur komi að við afléttum þessu oki af okkur. Gerist það ekki, er ég ekki svo viss um að Eyjarnar eigi sér mikla von. 


mbl.is 35 ár frá gosinu í Heimaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lénsskipulag og einkaleyfavernd

Það verður fróðlegt að fylgjast með því á hvern hátt löggjafarsamkundan hérna ætlar að bregðast við þessum dómi. Hvernig hún ætlar að takast á við atriði sem ekki samrímast grundvallar mannréttindum.

Talsmenn kerfisins hafa haldið því á lofti sem besta stjórnunarkerfi í fiskveiðivernd heimsins. En árangurinn þekkja flestir: Hann er minnkun afla, gjaldþrot byggðarlaga, tilflutningur verðmæta til fárra útvalinna og svo núna að verða snupraðir af erlendum aðilum fyrir að lögin tryggi ekki rétt einstakinga í málum sem teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Tími til kominn að kerfinu verði breytt enda er þetta "peningakerfi" en ekki verndarkerfi.

 


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallar á breytingar

Yfirlýsing Árna M. Mathiesen vegna yfirlýsingar dómnefndar um hæfi umsækjenda í starf héraðsdómar er athyglisverð. Hún er uppfull af hroka og veitir almenningi ágæta innsýn í hugarheim ráðherra sem misbeitir valdinu gróflega. Lýðræðinu hefur verið nauðgað. Þessi aðför kallar á að framkvæmdavaldið komi ekki lengur að skipan dómara. Finnst hugmyndin um að 2/3 Alþingismanna þurfi til að ráða dómara á öllum dómsstigum góð.
mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Verðbréfaguttað"

Ein ástæðan fyrir því að krónan styrkist ekki frekar við þessa útgáfu kunna að vera lækkanir á innlendum hlutabréfamarakði. Hreyfingar á innlendum hlutabréfamarkaði og breytingar á gengi hafa fylgst náið á í þó nokkurn tíma. En nú kann að verða breyting á þegar lánskjör erlendis hafa versnað.

Hættan sem fylgir þessum krónubréfaútgáfum er að mínu mati vanmetin. Hugsanlegt er að hún eigi eftir að aukast og þá frá nýjum aðilum. Veiking dollarans mun líklega auka flæði yfir í myntir sem bera háa vexti.

Við erum örríki með dvergefnahag. Bónusgreiðslur til verðbréfaguttana (verð víst að nota "verðbréfaguttað" til að uppfylla ákvæði hvorugkynsins í nýrri þingsályktunartillögu) er í desember á Wall Street þreföld þjóðarframleiðsla Íslands! Hvorki meira né minna. Okkur finnst þetta mikið. En málið er að þjóðarframleiðsla okkar er nánast engin í alþjóðlegum samanburði. Með t.t. litlu fjármagni, kannski innan við 10% af því sem greitt er í bónus á WS í ár, væri hægt að senda krónuna í rússíbanaferð líkt og gerðist þegar breska pundið var fellt á sínum tíma.


mbl.is Ný krónubréfaútgáfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður deCode yfirtekið af Google?

Athyglin sem deCode fær erlendis vegna deCodeMe virðist vera mjög mikil. Hjá New York Times s.l. laugardag var fréttin um deCode mest lesin, skv. spjallrás um deCode á Yahoo: 
"NY Times...

MOST POPULAR
E-Mailed Blogged Searched

1. The DNA Age: My Genome, Myself: Seeking Clues in DNA

2. In Name Count, Garcias Catching Up With Joneses

3. In the Valley of the Literate

4. U.N. Report Describes Risks of "
Á sömu spjallrás var líka lögð áhersla á að önnur félög sem hafa verið að þróa svipaðar lausnir eru ekki versluð á mörkuðum. Gefur hluthöfum í deCode forskot:
"Therefore DCGN is currently the ONLY publicly traded company for investors in this new and exciting area of personal genomics. I think this is very much in our favor right now.... "
Og síðast en ekki síst að internetrisarnir kunna að vilja komast yfir þennan hluta í starfsemi félagsins. Gott fyrir hluthafana:
 
"I think that cosmogon99 is absolutely correct in saying that we have just witnessed the beginning of a revolution in medical technology��

OK, this is my personal opinion!

The Internet is the future� that is for certain. We have witnessed that the big Internet companies have been acquiring the brilliant Internet ideas that have come along. What they all have in common is that they are all developing their own brilliant solutions, but also on the lookout for start-ups that can potentially become a success. They have all entered areas of strong competition on, i.e. finance, entertainment, music, IP communication etc. Have a look at what Google has been up to: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Goo... and Yahoo http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_acq...! , MS http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_com... ebay http://en.wikipedia.org/wiki/EBay

I do not know what is next in line for these giants, but deCODEme is definitely an area that they will be looking into and when they want something badly money is not the problem. The price is difficult to calculate, but there is a lot of forward anticipation for deCODEme to become a big revenue earner for the guys who now how to market it. Look at what ebay bought skype for (2005) http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/4237...


Sentiment : Strong Buy"

mbl.is Gengi bréfa deCODE hækkaði um 18,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Kræklingarækt (eldi) er áhugverð starfsemi og vonandi á þetta eftir að ganga vel. Danir hafa staðið framarlega í þessu eldi og kræklingurinn þeirra er víða þekktur.

Eflaust mætti víða nýta nýta aðstæður hér við land til að framleiða, skapa vinnu og afla gjaldeyris fyrir þurftarfrekt þjóðarbú ef vilji og skilningur væri fyrir hendi. En þó að við höfum kannski yfirburði yfir margar þjóðir varðandi hreinleika umhverfis, hitastig sjávar ofl., eru "manngerðar" aðstæður hér ekki hliðhollar framleiðslu. Vextir þannig að eina framleiðslan sem líklega skilar arði er við núverandi vaxtastig, er ræktun á kanabisefnum.  En við sem orðin erum eldri en tvævetur vitum að það er bannað.


mbl.is Kræklingarækt hafin í Ísafjarðardjúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fredriksen er snillingur

Fredriksen er snillingur. Hann hugsar um hag hluthafa og félögin sem hann hefur staðið að t.d. Frontline, SFL, Seadrill, Golden Ocean ofl. hafa það öll að markmiði að dreifa ávinningnum til hluthafa. Ótrúlegar arðgreiðslur hafa farið í gegnum þessi félög sem hafa gert marga fjárfesta í þeim vellauðuga. Hann hefur þann stíl að bjóða stjórnendum ekki kaupréttarsamninga og setur þak með samþykktum á aðalfundum á laun stjórnenda og stjórnar.

Hann er harður og slingur stjórnandi og flest öll félögin sem hann hefur komið að hafa malað gull. Óskandi að þessi fáu félög sem hér eru skráð á markaði hefðu svipaða stefnu í arðgreiðslum og félögin sem Fredriksen hefur tögl og hagldir í. 


mbl.is Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband