Skerðing frelsisins

Það er umhugsunarvert hversu miklu við viljum kosta til við að "tryggja öryggi" okkar. "Öryggi" sem mér vitanlega hefur ekki verið skilgreint í pólitískri umræðu hér á landi. Hvar og hver er óvinurinn, sem réttlætir að við eyðum yfir 2.000 millj. á þessu ári til að "tryggja" öryggi okkar? Nær væri að setja alla þessa fjármuni í björgunarsveitirnar.

Við erum, gegnum aðildina að NATO, í trússi með þjóðum sem hafa sérstaklega gengið fram í því að skerða réttindi borgaranna. Lögum um hryðjuverk sem auðvelda á stjórnvöldum að bregðast gegn ósýnilegri vá, hefur ítrekað verið misbeitt af stjórnvöldum, t.d. í Bretlandi, til að skerða og takmarka réttindi samborgaranna. Dómstólar þurfa ekki að fjalla um frelsisskerðinguna og stjórnvöld virðast nýta þessa sértæku heimild úr hófi fram. Hugmyndin um "réttarríkið" hefur verið kastað fyrir róða. Aftur er búið að innleiða hugtakið "Ríkið það er ég", eins og Sólkonungurinn sagði forðum, þar sem rannsóknar-, ákæru- og dómsvaldið er orðið eitt og hið sama.

Við erum, hér á landi, á hraðferð inn í svipað fyrirkomulag. Umræðan um "öryggi" beinist að því að skerða mannréttindi sem hingað til hafa a.m.k. verið talin sjálfsögð. "Öryggi" einstaklinganna og samfélagsins stafar ekki ógn af einhverju sem ekki er hægt að skilgreina. Örygginu stafar ógn af stjórnmálamönnum sem tilbúnir eru að eyða umtalsverðum fjármunum til að vera þátttakendur í hernaðarbandalögum, sem tilbúnir eru að fórna grundvallarhugtökum "réttarríkisins" með því að innleiða hér á landi aukið eftirlit með samborgurunum, koma á fót greiningardeildum sem fylgjast án dómsúrskurðar með fólki og tilbúnir eru að vopna lögregluna eða að koma á fót herdeild. Þetta er hin raunverulega ógn, þegar stjórnmálamenn ganga með það í maganum að "Ríkið það er ég".  


mbl.is Bjarni: Engin stefnubreyting innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, okkur stafar talsverð ógn af stjórnmálamönnum, og það er okkar að ræða þessi mál og spyrna gegn rýrnun mannréttinda

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 581

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband