"Opinberaðir businessmenn"

Ég held að að það verði ekki góð þróun ef Hafnarfjörður og Reykjanesnær nýta forkaupsrétt sinn í HS. Það gæti verið HS hagkvæmt að fá inn aðila með aðra sýn og aðrar áherslur. Aðilar sem eru vanir að standa í samkeppni hugsa á annan hátt en "opinberir" businessmenn. Nýir aðilar geta eflaust lagað mikið til í rekstri sem hefur í of langan tíma þrifist í skjóli opinberrar verndar og er orðinn innanfeitur af verndinni.

Víða um heim er verið að einkavæða orkugeirann til að ná fram aukinni hagkvæmni.  Möguleikar HS til frekari vaxtar,  t.d. með því að hasla sér völl erlendis með sérþekkingu sinni á virkjun og dreifingu jarðvarma skerðast verulega, að mínu mati, með auknum kaupum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.  

Jafnframt má velta því fyrir sér hvort sveitarstjórnarmenn hafa heimildir til að ganga þvert á ákvarðanir ríkisvaldsins um einkavæðingu í orkugeiranum. Eigum við íbúarnir kannski ekki rétt á því að fá að kjósa um svona stórar ákvarðanir, líkt og gert var um stækkun álversins í Hafnarfirði?


mbl.is Segir útilokað að Hafnarfjörður geti eignast 60% í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband