Íslands "Enronið" og feitar þóknanir

Í öllu þessu fári sem nú gengur yfir virðist gleymast hlutverk og ábyrgð sumra endurskoðunarfélaganna. Þau lögðu "blessun" sína yfir að ráðandi hluthafar gætu misnotað aðstöðu sína á kostnað minni hluthafa. Þau "greiddu leið" fyrir notkun "hringekja" til að "poppa upp" eigið fé félaga til að ná í meira af ódýru fjármagni, líkt og gert var með Sterling sölunum. Og þau voru líklega gerendur þegar aðilar stofnuðu einkahlutafélög til að halda uppi verði á hlutabréfum, líkt og gert var með Stím ehf. Voru það hinar háu þóknanir sem greiddar voru endurskoðunarfélögunum sem leiddu til þessara yfirhylminga?

Fyrir nokkrum árum síðan var eitt stærsta endurskoðunarfyrirtæki Bandaríkjanna, Arthur Anderson, gjaldþrota vegna Enron-málsins. En það mál er líklega keimlíkt því sem við erum að fara í gegnum, "window-dressing" á hæsta stigi.

Hér höfum við annan háttinn á þessum. Viðskiptaráðherra telur að trygging fyrir "boðlegri" niðurstöðu á bankahruninu sé að til sé tölvuafrit af saldóstöðu í bönkunum á degi hrunsins. Það lýsir mikilli vankunnáttu ráðherrans. Afrit tölvugagna er engin trygging fyrir því að sönn mynd verði dregin upp þegar hluti gerendanna skoðar sínar eigin gerðir.


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við hvernig hann Björgvin bankamálaráðherra lætur þá myndi ég telja að hann væri einfaldlega heimskur 

Guðrún gg (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Hagbarður

Satt segirðu Guðrún. Takk fyrri innlitið.

Hagbarður, 13.12.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband