Óskynsamlegt

Ég tel að tillögur ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir vera óskynsamlegar og beinlínis hættulegar við núverandi aðstæður. Beita á öllum tiltækum ráðum til að örva eftirspurn, en ekki tækjum sem beinlínis draga úr heildareftirspurninni.

Örugglega hefði verið hægt að spara til viðbótar 7 milljarða (áætluð aukning skatttekna) í ríkisrekstrinum, sem ekki hefðu haft áhrif hér innanlands. Nefni sem dæmi, öryggiseftirlit og ýmis önnur verkefni á vegum Utanríkisráðuneytisins sem ekkert skilja eftir til innlendrar verðmætasköpunar. Dæmin eru eflaust mun fleiri, en vandamálið sem við eigum við að glíma er að það vantar "rekstrarvitund" hjá ráðamönnum þjóðarinnar.

Hækkun tekjuskatts og útsvars kann hugsanlega að leiða til þveröfugra áhrifa á afkomu ríkissjóðs, setur auknar álögur á landsmenn og gæti dýpkað og lengt kreppuna. Þetta er arfavitlaus aðgerð og í engu samræmi við það sem aðrar þjóðir eru að gera til að vinna sig út úr erfiðleikunum.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega - því ekki að spara meira, láta reyna á sparnaðinn eins og þú svo rétti lega nefnir og sleppa álögum á skattborgarann allavegana ekki að birja á okkur.

Maður nær ekki upp í nefið á sér orðið - hvað er að ske með Sjálfstæðisflokkinn sem ég hef stutt ? hækka bifreiðagjöld - álögur á bensin - nefskattur vegna RÚV sem ég tel að séu stór mistök - RUV á að ver áfram í okkar eigu - úffffff - hvar er niðurskurðurinn td í utanríkisþjónustunni - má ekki fækka Sendiráðum - fækka erlendum starfsmönnum sem borga td ekki nein skattskild gjöld hingað heim en nýta sér alla þjónustu í topp ???? spara frekar en að hækka álögur á fólkið

ég velti fyrir mér hvort opnun nýs sendiráðs í Indlandi verði að veruleika, kemur ekkert á óvart í dag

vonleysi reiði sársauki  tortrygginn

Jón Snæbjörnsson, 12.12.2008 kl. 13:43

2 identicon

Það er búið að sýna fram á að hin svokallaði niðurskurður í utanríkisþjónustunni var engin niðurskurður. Bara hætt við einhvern hluta hækkunnar fjárframlaga til þessa málaflokks fyrir næsta ár. Svo það á að hækka framlög til utanríkisþjónustunnar á næsta ári en það er dulbúið sem niðurskurður.

Hérna var gerð úttekt á þessu.

Anna (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Hagbarður

Takk fyrir innlitið Jón og Anna. Áhugaverð úttekt sem þú sendir mér.

Hagbarður, 13.12.2008 kl. 14:05

4 identicon

Gott að þetta kom að einhverrum notum.

Utanríkisþjónustan er mér mjög hugleikið efni þar sem ég bý erlendis og sé bruðlið. Hérna í Stokkhólm er bæði sendiráð og sendiherrabústaður. Nokkrir starfsmenn auk sendiherra. Eftir að koma út úr HÍ sem hefur verið í fjársvelti mörg ár þá er þetta húsnæðisbruðl hérna eins og spark í magann. Við erum ekki að tala um tvær ódýrar húseignir. Stór sendiherraíbúð á einni dýrustu götu í bænum og sendiráðskrifstofa mjög miðsvæðis. Ég ætla ekki að halda því fram að sendiráð hérna sé óþarfi, það búa margir íslendingar hérna sem nýta sér þjónustu utanríkisþjónustunnar, en svona bruðl er út í hött! Sýndarmennska heitir þetta á góðri íslensku og er löstur, Ísland hefur ekki efni á svona löstum lengur.

Anna (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 562

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband