Mesta ógnunin

Lækkun á fiskverði erlendis, jafnvel hrun, er líklega mesta ógnunin sem við stöndum frammi fyrir um þessar mundir. Þetta getur orðið þungt högg og ekki gott að verða fyrir því í þeirri veiku stöðu sem við erum í. Það verður ekki auðvelt að hreinsa til í rústunum ef gjaldeyristekjurnar dragast verulega saman. Það verður jafnframt vonlaust að halda úti viðlíka opinberri þjónustu og gert hefur verið á undanförnum árum.  

Það verða ekki bankar, opinber fyrirtæki, heildsölur, þjónustufyrirtæki, byggingarfyrirtæki eða sprotafyrirtæki sem draga okkur á endanum út úr kreppunni. Það verður fiskur, slor og ferðaþjónusta. "Gamla hagkerfið" og gömlu "lurkarnir" þar sem framleidd eru "raunveruleg" verðmæti munu verða "gufuvélin" sem dregur vagninn áfram. Því eru fréttir um lækkun fiskverðs og frekari dýpkun alheimskreppunnar ekki bara áhyggjuefni fyrir þessar greinar, heldur landsmenn alla.


mbl.is Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuðum hafa áhrif hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Rétt hjá þér Skordal. Takk fyrir innlitið.

Hagbarður, 13.12.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 562

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband