Lok Hrunadansins

Ég held að það þurfi sterka stjórn til að taka á þeim vanda sem við blasir hjá okkur. Þegar verðbólgan mælist um 6%, en er líklega nær 15% þegar tekið hefur verið t.t. 10% styrkingu krónunnar frá áramótum og niðurfellingu vörugjalda og lækkunar vsk á matvæli. Holskeflan, með tilheyrandi leiðréttingum á fasteignamarkaði, á eftir að ríða yfir okkur þegar krónan tekur þeim breytingum til lækkunar sem hún þarf að gera til að hægt sé að stunda einhverja framleiðslu hér á landi. Skera þarf niður ríkisútgjöld og spara í opinberum rekstri og haga ríkisútgjöldunum þannig að vextir hér aðlagi sig að því sem er í löndunum í kringum okkur. Sterka stjórn þarf til að stöðva Hrunadansinn og stýra hagkerfinu í gegnum þá aðlögun sem nauðsynleg er til að við náum jafnstöðu m.v. eðlilega gengisskráningu krónunnar. Jafnframt þarf að stokka upp einkaleyfiskerfin í fiskveiðistjórnun og landbúnaði. Opna fyrir aðgengi, leggja af vernd hinna fáu, og stuðla að því að einkaframtakið fái drifið áfram nauðsynlegar úrbætur og framþróun í þessum greinum almenningi til hagsbóta.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband