Ný rödd úr Sjálfstæðisflokknum

Ég var fyrir stundu að hlausta á Sigurð Kára Kristjánsson halda ræðu á Alþingi vegna umfjöllunar um skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál. Þetta var mjög merkileg ræða og vil ég sérstaklega þakka honum fyrir heiðarleika og djörfung sem hann sýndi í ræðu sinni. Hvet ég alla sem þess eiga kost að hlausta á þessa tímamóta ræðu.

Ég hef sjaldnast verið sammála SKK og fundist ungu þingmenn míns gamla flokks vera forpokaðir og hallir undir einhverjar valdaklíkur og oft og tíðum haft skoðanir sem ganga á svig við aukinn réttindi og jöfnuð í þessu þjóðfélagi. Þarna heyrði ég "gamla" rödd sem ég fagna og vona að nú sé loks komið að breytingum og uppgjöri við öfl sem hugsanlega hafa steypt okkur og afkomendum okkar í örbirgð til margra ára.


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru þetta ekki einhverjar 3.7 millur á hvert einasta mannsbarn á íslandi ???  Vá gaman að vita að heimilið mitt skuldar þá 18.5 millur og við bara fimm í heimili.

Bobo (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:45

2 identicon

Kæri Hagbarður,

ekki láta blekkjast af froðusnakki og tækifærismennsku !

Það þarf að smala þessu fólki út hið snarasta.

Allt þetta svokallaða ungliðafólk í Sjálfstæðisflokknum, þetta ''já fólk'', er gegnumsýrt af stjórnlausu frjálshyggju og ríkisfyrirtækja-einkavinavæðingu og sem slíkt ber ábyrgð einsog ''gömlu kallarnir''  á gjaldþroti þjóðarinnar!

Með kveðju

hhg

Hallgrímur H Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: haraldurhar

   Þarna eru kannski búinn að finna nýja vonarstjörnu, svo þú getir skilað þér aftur heim í regnhlífar samtökinn.  Það hefur löngum verið vítt til veggja hja ykkur sjálfstæðismönnum, eins og best kemur í ljós að mesta fylgi ykkar kemur frá Ríkisstarfsmönnum, og skyldi engann undra.

  Þetta er drengurinn sem boðaði ótakmarkaða frelsi til orðs og athafna, og leggja niður allt eftirlitsbatteríið, loka samkeppinseftirliti og jafnvel fjármálaeftirliti, og alls ekki að neinn mætti kíkja í skattskrána. Einnig til að styðja þig í stuðningi við Sigurð er rétt að benda þér á að hann taldi afar áríðandi nú í þessu strandi að opna fyrir sölu á bjór og léttvíni stax, það er ekki hægt að hafa menn ófulla í norðan garranum á strandstað eins og mætavel veist.

  Verst var þegar Sigurður frjálshyggjupostuli var kjörinn á þing þá gleymdi hann algjörlega þeim boðskap er hann boðaði f. kostingarnar, og gerist manna duglegastur að koma böndum á fjölmiðla landsins.  Fjölmiðlafrumvarp.

  Til hamigju Hagbarður að finna lausn á vandamáli þínu með flokkinn og geta snúið hróðugur heim.

haraldurhar, 31.10.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 607

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband