"Maria Antonette heilkenni"

Ég vil ekki líkja mótmælunum við Norðlingaholt í gær við frönsku stjórnarbyltinguna. En hugsanlega kunna þessi mótmæli að vera fyrsta vísbendingin um að það sem vörubílstjórar byrjuðu á, þ.e. mótmæla háu orkuverði og hvíldartímareglum, kunni að vera að breytast í "birtingarmynd" yfir almenna óánægju með aðgerðaleysi ráðafólks og þá fyrirséðu lífskjaraskerðingu sem fyrirséð er að ríði yfir. Að því leytinu eiga mótmælin við Norðlingaholt og franska stjórnarbyltingin sér samsvörun.

"Geta þau ekki borðað kökur?" Spurði Maria Antonette þegar henni var sagt að lýðurinn væri að mótmæla og krafðist þess að einvaldurinn útvegaði brauð. Hún missti höfðið í eiginlegri merkingu síðar. Ráðaleysi frönsku aristókratana hratt af stað byltingu sem líklega hefur haft mest áhrif á þróun lýðræðis á undanförnum 300 árum. Ráðaleysi ráðamanna okkar kann hugsanlega að verða til þess að mótmælunum linni ekki. Viðtölin við þau í gær lýsa ágætlega "veruleikafirrtum" viðhorfum fólks sem skynjar ekki grasrótina lengur, "Maria Antonette heilkenni". Þeir geta ekki leyst erfiðleika í eiginn ranni en eru tilbúnir að miðla málum í erfiðleikum annarra og telja sig hafa eitthvað fram að færa í Öryggisráðinu. Ráðamenn sem ekki geta leyst úr vandamálum heimafyrir eiga ekki bjóðast til að koma að lausn á vandamálum annarra.

Ég batt miklar vonir við nýtt stjórnarsamstarf s.l. vor, en hafði áhyggjur af efnahagsmálunum. Nú er komið í ljós að þetta fólk ræður ekki við vandann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt þetta Antonette heilkenni...

Held að það sé afar algengt meðal stjórnmálamanna þar sem sumir þeirra eru í engu sambandi við raunveruleikan.

Raunveruleiknn er heimili með 300þús kr í tekjur nettó og minna sem eru að sligast undan jaðarsköttum, vaxtaokri og afleiðingu óráðsíu og óábyrgri peningastjórnun ríkisvaldsins og hans banka (þeas seðlabankinn). 

Raunveruleikinn vs Antonette.... hvað ættli það séu margir ráðherrar sem séu í tengslum við raunveruleikan, já og eða Antonette heitin..... 

gfs (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband