Beðið eftir kreppunni

Ákvörðun Seðlabankans um að hækka vexti og þær hugmyndir sem bankinn setur fram í stefnu sinni um hugsanlegar aðgerðir til að auka aðgengi að erlendum gjaldeyri hafa aukið líkur á verulegri kreppu hér á landi. Vaxtaákvörðunin er ótrúverðug og eykur enn á erfiðleika fólksins í landinu. Verðbólgan og verðbólguþrýstingur nú er að verðulegu leyti tilkominn vegna kostnaðarhækkana erlendis, t.d. á hrávöru, olíu og matvælum.

Tillögur bankans um aukið aðgengi að gjaldeyri virðast mér vera endurbætt útgáfa af Krónubréfum nema að nú er það ríkissjóður sem á að vera skuldarinn. Ég held að sama vitleysan fari í gang ef þetta verður niðurstaðan. Gengið spennist upp og háir vextir eru komnir til að vera. Það er bara verið að míga í skóinn. Spurning hvort ekki hefði verið hægt að fara þá leið að opna lánalínu eða opna heimild hjá öðrum seðlabönkum og nýta línuna ef forða þyrfti fjármálakreppu hér. Byrðarnar af óráðssíunni þurfum við að bera og verðum að taka á okkur klúðrið með tilheyrandi lífskjaraskerðingu.

Ég tek undir það sem Gylfi Magnússon dósent í HÍ lét hafa eftir sér í fréttatíma Rúv í kvöld að peningamálastefnan hefði brugðist, hún virkaði ekki og skipta ætti út stjórn og stjórnendum bankans. Ég hef haldið þessu lengi fram.

Kreppan kemur þótt að tekið verði til í Seðlabankanum. Hún er óumflýjanleg úr þessu. Skútan er komin of nærri landi, inn fyrir brimskaflinn, stýrið brotið og stjórnendurnir hafa ekki enn rifað seglin og hafa engin ráð til að forða henni frá strandi. Nú er um að gera að fyrir okkur farþegana að finna okkur haldreipi, eitthvað fast til að halda okkur í þegar hún tekur niðri og fyrsta stóra ólagið ríður yfir. Við sem erum vön gömlum ströndum, þekkjum hvaða festur halda best. Nú þarf að spara. Skera allt sem hægt er að skera niður. Hætta við utanlandsferðirnar, fyrirhuguðu bílakaupin, segja upp áskriftum af blöðum, tímaritum, sjónvarpsstöðvum og líkamsræktarstöðinni. Nota fjármagnið til að þjónusta skuldir og reyna að gefa krökkunum að éta. Bíða eftir og vonast til að skútuna reki það langt upp í fjöru að við eigum okkur einhverja von um björgun. Einhverjum á eftir að skola útbyrðis. Það er óhjákvæmilegt, fylgifiskur kreppu og flestra stærri stranda. En nú verðum við að hugsa um okkur sjálf og þá sem eru okkur tengdastir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kominn tími á að telja vinina, er oft sagt kaldhæðnislega af þeim sem hafa róið fjárhagslegan lífróður í fyrirtækjarekstri eða einkalífi.

Dýr skólagjöldin, en kennslan er mikil og námið gefur, ef lexían er lærð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.4.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 604

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband