"Verðbréfaguttað"

Ein ástæðan fyrir því að krónan styrkist ekki frekar við þessa útgáfu kunna að vera lækkanir á innlendum hlutabréfamarakði. Hreyfingar á innlendum hlutabréfamarkaði og breytingar á gengi hafa fylgst náið á í þó nokkurn tíma. En nú kann að verða breyting á þegar lánskjör erlendis hafa versnað.

Hættan sem fylgir þessum krónubréfaútgáfum er að mínu mati vanmetin. Hugsanlegt er að hún eigi eftir að aukast og þá frá nýjum aðilum. Veiking dollarans mun líklega auka flæði yfir í myntir sem bera háa vexti.

Við erum örríki með dvergefnahag. Bónusgreiðslur til verðbréfaguttana (verð víst að nota "verðbréfaguttað" til að uppfylla ákvæði hvorugkynsins í nýrri þingsályktunartillögu) er í desember á Wall Street þreföld þjóðarframleiðsla Íslands! Hvorki meira né minna. Okkur finnst þetta mikið. En málið er að þjóðarframleiðsla okkar er nánast engin í alþjóðlegum samanburði. Með t.t. litlu fjármagni, kannski innan við 10% af því sem greitt er í bónus á WS í ár, væri hægt að senda krónuna í rússíbanaferð líkt og gerðist þegar breska pundið var fellt á sínum tíma.


mbl.is Ný krónubréfaútgáfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 600

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband