"Sprenghlægilegt", en sannleikanum er hver sjálfreiðastur

Það er ekkert "sprenghlægilegt" við það að skoða hvort hagkvæmara er fyrir okkur að skipta út krónunni og taka upp aðra mynt, t.d. Evru, eins og Seðlabankastjórinn hélt fram með svo minnisstæðum hætti. Skynsöm umræða um þessi mál er okkur nauðsynleg.

Íslenska hagkerfið hefur af stórum hluta verið fjármagnað með "vaxtarmunarviðskiptum" eins og Manuel Hinds fyrrv. fjármálaráðherra El Salvador bendir á í grein sinni í Viðskiptablaðinu 20. september s.l. Hinds bendir á jafnframt á að viðskipti þessi nemi liðlega 70% af vergri þjóðarframleiðslu. Erlendar skuldir nemi 6.000 milljörðum og nettó skuldastaða er neikvæð um 180% af vergri landsframleiðslu. Árlegar vaxtagreiðslur til útlanda nema um 200 milljörðum eða um 54% af því útflutningi. Tvöfalt meira er flutt inn við framleiðum og flytjum út. Afleiðingin er sú að við getum ekki greitt niður erlendu vextina, en þurfum í sífellu að hækka yfirdráttinn gagnvart útlöndum, þ.e. auka skuldina við erlendu aðilana.

Vegna þessa hefur krónan fengið verðgildi sem hún engan vegin er raunhæft. Krónan er metin til verðleika á "speculatívan" hátt, þ.e. verðgildi hennar stjórnast af spurn í vaxtarmunarviðskiptum en ekki í framleiðslulegum gildum, t.d. hvaða hluti hægt er að framleiða hér og nýta á hagkvæmari hátt en gert er annarsstaðar. Afleiðingin af þessu er að framleiðsla og nýting auðlinda (fiskistofnar, hugverk, þjónusta ofl.) verður hlutfallslega dýrar hér og á erfiðara í samkeppni á erlendum mörkuðum.

Ég hef lengi spáð því að skellurinn á hagkerfið verði þegar Seðlabankinn lækkar vextina. Í öllum venjulegum hagkerfum ætti vaxtalækkun að stuðla að aukinni fjárfestingu og hleypa lífi í innlendan hlutabréfamarkað og knýja hagkerfið þannig áfram. Ég held að það gerist með öfugum formerkjum hér, þrátt fyrir spár allra greiningardeilda um hið gagnstæða. Það sem ég held að gerist er að þegar vextir lækka tekur krónan dýfu og fer að "fjármagna" sjálf krappari dýfu í gegnum  flótta úr vaxtarmunarviðskiptum og í gegnum uppgjör/gjaldþrot og skarpa verðlækkun á fasteignamarkaði, sem situr upp með framleiðslu á húsnæði sem dugar til næstu sjö ára og fjármögnuð er að verulegu leyti með erlendu fjármagni.

Gangi þetta eftir leitar raungengi krónunnar aftur að jafnvægi þar sem framleiðslukostnaður innanlands gefur okkur möguleika að keppa við erlenda aðila um "vörur" sem framleiddar eru hér. Þá er bara spurning hvað mikið verður eftir af lífvænlegum fyrirtækjum til að geta framleitt og selt til að fá inn nýja peninga í þjóðarbúið. Áhrif af falli krónunnar á örugglega einnig eftir að hafa víðtækari áhrif á einkaneyslu en við höfum áður séð í gengisbreytingum fyrri ára. Einstaklingar eru í dag hlutfallslega meira skuldsettir í erlendri mynt en nokkurn tíma áður. Fall krónunnar á eftir að bíta hratt í þá einstaklinga sem skuldsettir eru í erlendri mynt. Hinir fá hækkun á lánum sínum í gegnum verðtrygginguna þegar verðbólgan tekur á skrið með hækkuðu verði á innflutningi.

Þetta er kannski ekki fögur lýsing og vonandi verður hún ekki að veruleika. En ég óttast að svo verði. Við höfum notast við óskynsama peningamálastefnu og jafnframt hafa ríkisfjármálin verið þannig rekin að þau hafa verið þensluhvetjandi. Jákvæður greiðslujöfnuður ríkssjóðs er eingöngu tilkominn vegna of mikils innflutnings en ekki af góðum rekstri. Þegar innflutningur dregst saman situr ríkissjóður eftir með kostnaðinn og öll óleystu verkefnin hvernig hægt hefði verið að hagræða í rekstrinum.

Það má sjá þessu glöggt dæmi í svokölluðum mótvægisaðgerðum ríkissjóðs til að bregðast við aðsteðjandi vanda vegna kvótaskerðingarinnar. Segir manni mikið um það hversu lítt tengt þetta fólk er, sem getur gengið að laununum sínum vísum með hjálp annarra. Mikið af aðgerðunum eru millifærsluleiðir sem snúast um að flytja til opinber störf (fimm nýir lögreglumenn hér og sex nýir bókarar þar) eða sóa fjármunum í aðgerðir sem koma kannski aldrei til með að skila "útlögninni" til baka. Lítið í aðgerðunum er með beinum markmiðum um að efla nýsköpun og búa til umhverfi sem hvetur til framsækni einstaklinganna til að finna leiðir til að "framleiða vörur" sem hægt er að selja úr landi. Kannski hefði verið skysamlegra að útdeila þessum milljörðum beint til einstaklinganna, lána þeim til að opna t.d. E-Trade reikninga og kenna fólki að veiða á erlendum fjármagnsmiðum.

 

 


mbl.is Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 600

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband