Enn styrkist krónan

Krónan styrktist enn í dag. Velti því fyrir mér hvort að ég er nægjanlega gamall til að muna eftir hvenær hún var svona sterk síðast. Ég allavega er búinn að gleyma hvenær það var. Kannski er ástæðan að þessu sinni tilboð Novators í Actavis, sem jú setur þrýsting á krónuna þar sem hlutöfum verður greitt í krónum fyrir hlut sinn í félaginu.

Áhugavert að sjá í gær niðurstöður úr svokallaðri "Hamborgaravísitölu" en þar er borinn saman verð á McDonalds hamborgara í nokkrum löndum. Samkvæmt könnunni er verð á hamborgara hér á landi um 123% hærra en verð á samskonar hamborgara. Samkvæmt kaupmáttarjafnvægiskenningunni (Purchasing Power Parity theory) er krónan ofmetin gagnvart dollar sem nemur þessum mun og ætti frekar að vera um 138kr. gagnvart dollar en 62 kr. eins og hún er skráð í dag.

En það er kannski ekki nema von að við búum við slíka ofurkrónu. Þegar Seðlabankinn gefur yfirlýsingar og um leið "tryggingu" fyrir óbreyttum ofurvöxtum fram á næsta ár. Kannski er það líka einkennandi fyrir bankann hversu hann virðist vera lítt tengdur við raunveruleikann að á meðan ríkisstjórnin er að taka stórar og erfiðar ákvarðanir varðandi aflasamdrátt að þá tilkynnir bankinn óbreytta vexti 6 til 8 mánuði fram í tímann. Eðlilegra hefði manni nú fundist að bankinn hefði gefið út þá yfirlýsingu að vextir kæmu aftur til endurskoðunar þegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um samdrátt þorskafla og hugsanlegar mótvægisaðgerðir lægju fyrir. Bankinn virðist fljóta í einhverskonar tómarúmi, óháður tíma og aðstæðum. Tekur lítt tilllit til þess sem hinn stóri aðilinn sem getur haft áhrif á peningamálastefnuna er að gera.

Og afleiðingarnar af þessari stefnu bankans eru þær að við eyðum hluta þjóðartekna okkar í að fjármagna ævikvöld þýskra tannlækna og barnaskólakennara á sólarströnd í Tyrklandi. Það er einmitt stór hópur erlendra lífeyrirsþega sem nýtt hefur sér þennan ofurvaxtamun sem er hér á landi og í þeirra heimalandi. Yfirlýsingar Seðlabankans um vaxtatryggingu til næstu 6 til 8 mánuði hlýtur að hafa verið kærkomin frétt fyrir þessa aðila en kannski rot- eða náðarhögg fyrir einhverja aðila hér innanlands sem þurfa að taka á sig þorskaflaskerðinguna.

En það kemur að því að Hrunadansinum ljúki. Þá verður gengisdýfan meiri þegar þessir aðilar flykkjast til að innleysa krónurnar sínar og fá þá mynt sem þeir venjulega nota til að kaupa í matinn í sínu landi.  Þá þarf sterkan Seðlabanka og sterkan fjármagnsmarkað og spurning hvort að gólfið haldi eða fari eins og það gerði í Hrunakirkju forðum.

 


mbl.is Krónan styrktist um 0,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 642

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband