10.12.2008 | 10:28
(Ó)háður sérfræðingur
"Skilanefndum föllnu bankanna var í byrjun nóvember gert að ráða óháða sérfræðinga til að rannsaka hvort vikið hefði verið frá innri reglum þeirra, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum, svo og öðrum réttarheimildum við hrun bankanna."
Þannig var forskriftin og ramminn sem skilanefndin bar að starfa eftir. "Óháður sérfræðingur" var að hennar mati endurskoðunarfélag sem endurskoðað hafði hjá flestum af stærri eigendum Glitnis. Þetta er óhæfa og ótrúlegt dómgreindarleysi hjá nefndinni að hafa gefið slíkt færi á sér og þar með dregið úr tiltrú almennings á störfum nefndarinnar. Fróðlegt væri að vita hvort nefndin hefði sett sér einhverjar starfsreglur, hvað lá til grundvallar og hvernig ákvörðun um val á "óháðum sérfræðingi" var tekin. Formaður nefndarinnar ber að axla ábyrgð og segja af sér.
Farið yfir störf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlega subbulegt mál. Björgvin þykist ekki vita neitt er maðurinn ekki að vinna eða?? Það er svona þegar æðstu ráðamenn eru hræddir að upp um þá komist
Guðrún gg (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:48
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 11:28
Satt segirðu Guðrún. Ég er alveg hættur að átta mig á þessu. Takk fyrir innlitið Guðrún og Hrönn frænka.
Hagbarður, 13.12.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.