How is your wife? Og ruglingur með víxlregluna

Spurði einn tölfræðingur annan á árshátíð þeirra í Chicago fyrir nokkrum árum. "Compared to what?'" Svaraði hinn. Kannski er það líka eina "rétta" svarið ef þá yfirleitt eru til rétt svör við einhverri spurningu. Allavega virðast þau svör sem Darling hefur væntanlega fengið við spurningum sínum til Árna M. fengið túlkun sem hefur tvær andstæðar merkingar. Það er dálítið merkilegt hvað þessir hlutir virðast gerast oft í stjórnmálum, þ.e. að ákvörðun, tilskipun, samtöl á milli manna og jafnvel niðurstöður í stjórnmálum skuli hafa aðra merkingu í heimi þeirra sem eru "viðtakendur" en þeirra stjórnmálamanna sem bera okkur tíðindin. Nýleg dæmi um þetta er samtal Darlings og Árna og svo yfirlýsingar Björgvins Sigurðssonar frammi fyrir nokkur hundruð sæmilega gefnum sálum, þar sem hann staðhæfði að engar breytingar yrðu gerðar á LÍ, allt yrði óbreytt og fólk héldi störfum sínum.

Það er vont þegar stjórnmálamenn geta ekki talað skýrt. Sérstaklega við aðstæður eins og nú eru. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort að stjórnmálamenn séu haldnir "Víxlreglublindu", þ.e. að þeir hafi í barnaskóla miskilið víxlregluna sem aðeins gildir í stærðfræði og talið að einnig mætti notast við hana í málfræði. Hugsanlega gæti þetta líka verið frávik á einhverjum litningi, þ.e. að það væri til fólk með ákveðinn erfðabera sem hefði tilhneigingu til að rugla víxlreglunni. Ég skal ekki segja en mér finnst það stórmerkilegt hvað mikið er um þetta í stjórnmálum. Kannski safnast þar saman fólk sem hefur ekki nægilega þekkingu á merkingu orða og þýðingu íslensks máls.

Víxlreglan gildir t.d um 1x2=2 og 2x1=2, 1+2=3 og 2+1=3. En "How is your wife?" er ekki sama og "Who is your wife'". Þarna liggur kannski meinið hjá Árna og Darling?

 

 


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband