Einu sinni var vélstjóri.....

Einu sinni var vélstjóri sem varð það á að opna óvart fyrir botnlokann á bátnum sem hann var nýráðinn á. Hann var dudda sér þarna niðri í vélarrúmi og þurfti síðan að skjótast upp í bæ til að ná í fittings og tvist. Þegar hann kom aftur maraði báturinn í kafi. Eðlilega var honum brugðið og þegar tekist hafði að dæla úr bátnum og farið var að leita skýringa á þessu öllu saman kom hið sanna í ljós. Útgerðarmaðurinn var spurður hversskonar bjána hann hefði eiginlega ráðið og hvort hann fengi ekki að taka pokann sinn. "Nei" sagði útgerðarmaðurinn. "Hann gerir þetta aldrei aftur!"

Ég held að botnlokinn hafi verið tekinn úr fjármálakerfinu fyrir mörgum árum síðan. Seðlabankinn og stjórnvöld höfðu ekki fyrirhyggju til að efla þrautarvarasjóðinn og Seðlabankinn og eftirlitsstofnanir annaðhvort skildu ekki eða létu hjá líðast að bregðast við þeirri ábyrgð er fólst í vaxandi umsvifum bankanna erlendis.

Nú þurfum við líklega að fá Alþjóða gjaldeyrirssjóðinn til að dæla úr skútunni og hugsanlega þarf að koma henni á þurrt til að hægt verði að gera við allar skemmdirnar. Þær eru ekki litlar. Og líklega eru þeir fjármunir sem þurft hefði til að verja bankana aðeins brot af því sem hefur tapast í eignum á brunaútsölu, 25% afskrift lífeyrissjóðanna, niðurskrift hlutafjár, glötuð markaðsbréf og hundruðir eða jafnvel þúsundir glataðar starfa og tækifæra. Nýr og endurbættur botnloki hefði líklega verið kostnaðarminni en allt þetta tjón sem vélstjórinn og útgerðarmaðurinn hafa valdið.

Við hefðum betur hlaustað á varnaðarorð erlendra ferðamanna á bryggjunni sem sáu að eitthvað var að og báturinn tekinn að síga. En svona er þetta, stundum er sendiboðum slæmra tíðinda illa tekið. Eða þá að eitthvað er að málakunnáttunni eins og manni virðist vera að þessa dagana.


mbl.is Geysis-skýrsla Danske bank rifjuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hagbarður.  

   Ætli vélstjórinn hafi bara ekki launahækkun fyrir vel unninn störf.

Þú ræður ekki smið í bakaríð, því hann bakar ekkert nema vandræði.

haraldurhar, 11.10.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 599

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband