"Óreiðufólk" og kreppumagnarar

Ég er sjálfsagt eins og flestir, með hugann við atburði síðustu daga og klukkustunda. Til hvaða aðgerða gripið hefur verið til og hver afleiðing þeirra verður og hvert þær muni hugsanlega leiða okkur. Ég er þeirrar skoðunar að það sé búið að klúðra þessu gjörsamlega og að nálgunin og meðhöndlun vandans muni leiða okkur í fang Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem líklega tekur hér við innan örfárra daga (jafnvel klst.) og mun í leiðinni aðstoða við fjárlagagerðina. Kannski ekki vanþörf á m.v. "standardinn" sem halda á hér úti, með tilheyrandi fjáraustri í utanríkisþjónustinni og heræfingum.

Ég get að mörgu leyti verið sammála seðlabankastjóranum að óreiðufólk er það sem ekki greiðir reikninga sína eða stendur við skuldbindingar sínar. Hvað köllum við þá ríki sem ekki hyggjast gera slík hiða sama? Eru það "óreiðuríki"? Við höfum siðferðislega skuldbindingu til að standa við skuldbindingar okkar gagnvart breskum innstæðueigendum. Það er fráleitt að halda að við getum komið okkur undan þeirri ábyrgð. Þó að gerð hafi verið mistök hér varðandi það að hafa ekki fylgst nægjanlega vel með og kannski ekki heldur áttað sig á að við tókumst á hendur þessa ábyrgð, getum við sem þjóð aldrei látið það viðgangast að aðrir verði fyrir tjóni vegna okkar mistaka.

Við mögnum fjármálakreppuna með því að láta það spyrjast út að verið sé að velta þessum hlutum fyrir sér. Innstæðueigendur í erlendum bönkum úti í heimi hljóta að spyrja sig hvort farin verði þessi "Íslandsleið", þ.e. að ekkert mark sé takandi á ábyrgð ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband