Útimaður á plani og litli Landssímamaðurinn

Ég er farinn að hallast að því að þessi ríkisstjórn lifi ekki öllu lengur. Farið að slá í hjónabandssæluna og verkefnin sem stjórnin á að vera að takast við í efnahagsmálum látin reka á reiðanum. Í mínum huga ómöguleg stjórn, sem á helst eftir að vera minnst fyrir að hafa verið að vinna í vitlausum verkefnum.

Það vitlausasta sem verið er að eyða fjármunum og kröftum í er framboð okkar til Öryggisráðsins,  varnarmálin og dugleysi okkar í að skera upp heilbrigðiskerfið.

Við eigum ekkert erindi í Öryggisráðið. Höfum frá 1944 verið taglhnýtingar þeirra þjóða sem farið hafa með valdið, að undanskildum árunum í kringum Þorskastríðin þegar örlaði á því að við hefðum sjálfstæða utanríkisstefnu. Við höfum engan "áunninn" trúverðugleika á þessum vettvangi og komum örugglega til með að rekast, eins og venjulega, auðveldlega í stóði þess sem valdið hefur. Það er okkar stíll.

Öryggismálin eru að gera útaf við þjóðina. Hætturnar virðast allstaðar vera. Jafnvel á stöðum sem maður hélt að væru öruggir. Allir orðnir óvinir, svona MacChartyismi, sem hefur smitað um sig í þjóðarsálinni sem einhver vá, sem alltaf þarf að vera á varðbergi vegna. Þetta er langt frá því að vera reyndin. Sumir staðir í heiminum eru ótryggari en þeir voru fyrir 11. september 2001, en flestir staðir hafa ekkert breyst. Heimurinn jafn öruggur og hann var á flestum stöðum, en eina breytingin er að óarðbærum störfum í öryggisvörslu hefur fjölgað til muna og mannréttindarbrotum og eftirliti með þegnunum hefur aukist. Okkar áhætta felst í dópsölum og kannski hvítbjörnum Smile en ekki andstæðingum sem þarf að glíma við með því að leigja orustuþotur frá NATO. Skilgreiningin er kolröng.

Ég hélt að Guðlaugur Þór hefði þor til að taka á handónýtu og óskilvirku heilbrigðiskerfi. Ég held að hann geti það ekki miðað við hvernig verklagið hefur verið fram til þessa. Þar sem óráðsían fær þrifist á mörgum stöðum innan kerfisins, þar sem viðhorfið til atvinnuveitandans er þannig að á sumum stöðum stimplar fólk sig og jafnvel aðra inn sem ekki mæta til vinnu, þar sem matarskammtarnir myndu duga til að halda erfiðisvinnumanni í holdum og þar sem ekki er hægt að greiða fólki mannsæmandi laun vegna þess að fjármagnið er illa nýtt. Allt þetta blasir við en dugurinn til að taka á málunum er enginn.

Kannski er gott að vera útimaður á plani, eins og einn ráðherrann komst að orði, þegar ástandið er erfitt. Vera stikkfrír og þurfa helst aldrei að koma að málum sem eru erfið. Láta innimanninn sjá um erfiðleikana og geta bara dólað sér úti með smúlinn og hrósað happi yfir því hlutskipti að þurfa aldrei að taka á leiðinlegum málum. Þegar að kreppir og taka þarf á málum eru svoleiðis starfsmenn lítils virði. Starfsmönnum sem annt er um sessuna sína og stólinn en vilja ekki glíma við hina sameiginlegu erfiðleika. Á slíkum tímum getur litli Landssímamaðurinn skipt sköpum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hæ sæti!

Mér varð síðast í gær hugsað til þín, þegar ég skokkaði fram hjá heima hjá mömmu þinni og pabba! Var að velta því fyrir mér hvort þú værir týndur - aftur!!

Annars góður pistill hjá þér

Og svo eitt svona í restina - bara fyrir að vera eins og þú ert!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband