Ég man ágætlega eftir þessari nótt. Var á unglingsaldri og hélt fyrst að það væri kviknað í austur á Kirkjubæ. Annað kom síðan í ljós. Ekki man ég eftir því að fólk hafi verið sérstaklega hrætt. Við komumst síðan til lands með Gjafari og tveimur dögum seinna fórum við pabbi með m.b. Gunnari Jónssyni frá Reykjvík til að tæma húsið og koma búslóðinni okkar upp á land. Það var ákveðin upplifun fyrir peyjann að koma til baka og verða vitni að atganginum sem var við að bjarga dótinu. Allt fljótandi í bjór. Menn klæddir í furðulegar "múderingar", sumir með gamla hermannahjálma og ólíklegustu menn að keyra vörubíla. Húsið okkar nötraði og skalf og sérstaklega er mér minnisstætt hversu rúðurnar glömruðu. Eitthvað af rúðunum að austanverðu var brotið og teppin sviðin eftir gjallið sem hafði komist inn. Ég man að mér var falið að sjá um að tæma eldhúsið en í öllum látunum gleymdi ég að tæma gamla Philco ísskápinn. Hann kom því innanbrotinn með ókræsliegri blöndu upp á land þar sem ægði saman lýsi, síld, rauðkáli og tómatssósu (hún var í gleri þá). Á bryggjunni biðu þvottavélar, ískápar og mublur að verða settar í sömu stroffuna og hífðar um borð. Ekki mikið verið að velta fyrir sér rispum og einhverju smávægilegu hnjaski sem stofustássið varð fyrir. En allt fór þetta vel.
Eyjarnar urðu kannski aldrei þær sömu eftir gos. Mikið af rótgrónum Eyjamönnum komu ekki til baka og austurbærinn hvarf að mestu. En uppbyggingin gekk vel og það er til marks um samstöðu og samhug Eyjamanna hversu vel tókst til.
Ég á mjög sterkar rætur í Eyjum og verð alltaf Eyjamaður. Reyni að koma sem oftast til Eyja og börnin mín, þó fædd séu á fastalandinu, eru á vissan hátt Eyjamenn líka í gegnum tengsl og veru í Eyjum. En óneitanlega hefur maður séð í gegnum árin hvernig hnignunin hefur sett mark sitt á allt samfélagið. Atgervisflótti, glötuð tækifæri og "ólög" sem grafið hafa undan samfélaginu. Kjarkurinn og áræðið hefur minnkað og stundum finnst mér fólk vera fullt af þrælsótta og hafi bara sætt sig við ríkjandi ástand. Eyjarnar eru besta verstöð landsins, ekkert annað en "ólög" hafa breytt því að innanmeinið sem herjar á samfélagið grasseri áfram og að endingu geri útaf við samfélag sem áður var það fremsta hér á landi. Engar mótvægisaðgerðir sem felast í fjölgun opinberra starfsmanna eða að mála skúra í eigu ríkis eða bæjarsjóðs koma í veg fyrir að samfélög rotni innan frá. Það þarf alvöru aðgerðir! Aðgerðir sem fólgnar eru í því að opnað verði fyrir aðgengi allra að auðlindinni og þetta lénsskipulag sem verið hefur við lýði verði afnumið. Þá fyrst munu staðir eins og Eyjar rísa til fyrri vegs og virðingar vegna yfirburðar aðgengis að auðlindinni.
Aðgerða er þörf strax, en ekki einhverntíma í fjarlægri framtíð. Fiskveiðistjórnunarkerfið verndar ekki fiskistofnana og hefur ekki byggt þá upp. Það hefur heldur ekki aukið arðsemi. Skuldsetning í greininni hefur aukist 14 fallt frá því kerfið var tekið upp og sífellt fleiri grömm af þeim gula fara í greiðslu vaxta. Það þarf samstöðu, samstöðu fólks í sjávarbyggðum, til að varpa þessu oki af okkur. Vonandi opnast einhver vitræn umræða um þessi mál þegar umræðan um álit Mannréttindarnefndar SÞ fer að taka á sig einhverja mynd við Austurvöll. En ég er efins um það. Held að stjórnmálin séu orðin svo samgróin kvótakerfinu og einnig að skilningur fólks (sérstaklega stjórnmálamanna) sé þverrandi á að það þurfi að framleiða verðmæti og selja til útlanda til að hægt sé að búa hér úti í miðju ballarhafi.
Sjálfum finnst mér að breyta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann hátt að setja eigi t.d. 3ja mílna "sveitarstjórnarlögsögu" (Þrjár mílur í kringum Eyjar) og leyfa öllum sem heimilisfesti eiga í viðkomandi byggð að sækja sjóinn með færi og línu og skilyrða að aflanum sé landað og hann unninn í heimabyggð. Þá finnst mér að hverfa eigi frá kvótakerfinu og taka upp sóknardagakerfi. Bjóða árlega út á markaði með frjálsu framsali tiltekinn fjölda daga. Allur afli kæmi þá í land. Ég hef engar áhyggjur af kvótaveðsetningunni. "Verðmætið" myndi færast úr kvóta yfir á annan "rétt", réttinn til að veiða og hugsanlega myndu skipin fá annað og meira verðmæti í slíku kerfi.
Vona að sá dagur komi að við afléttum þessu oki af okkur. Gerist það ekki, er ég ekki svo viss um að Eyjarnar eigi sér mikla von.
Ég man ágætlega eftir þessari nótt. Var á unglingsaldri og hélt fyrst að það væri kviknað í austur á Kirkjubæ. Annað kom síðan í ljós. Ekki man ég eftir því að fólk hafi verið sérstaklega hrætt. Við komumst síðan til lands með Gjafari og tveimur dögum seinna fórum við pabbi með m.b. Gunnari Jónssyni frá Reykjvík til að tæma húsið og koma búslóðinni okkar upp á land. Það var ákveðin upplifun fyrir peyjann að koma til baka og verða vitni að atganginum sem var við að bjarga dótinu. Allt fljótandi í bjór. Menn klæddir í furðulegar "múderingar", sumir með gamla hermannahjálma og ólíklegustu menn að keyra vörubíla. Húsið okkar nötraði og skalf og sérstaklega er mér minnisstætt hversu rúðurnar glömruðu. Eitthvað af rúðunum að austanverðu var brotið og teppin sviðin eftir gjallið sem hafði komist inn. Ég man að mér var falið að sjá um að tæma eldhúsið en í öllum látunum gleymdi ég að tæma gamla Philco ísskápinn. Hann kom því innanbrotinn með ókræsliegri blöndu upp á land þar sem ægði saman lýsi, síld, rauðkáli og tómatssósu (hún var í gleri þá). Á bryggjunni biðu þvottavélar, ískápar og mublur að verða settar í sömu stroffuna og hífðar um borð. Ekki mikið verið að velta fyrir sér rispum og einhverju smávægilegu hnjaski sem stofustássið varð fyrir. En allt fór þetta vel.
Eyjarnar urðu kannski aldrei þær sömu eftir gos. Mikið af rótgrónum Eyjamönnum komu ekki til baka og austurbærinn hvarf að mestu. En uppbyggingin gekk vel og það er til marks um samstöðu og samhug Eyjamanna hversu vel tókst til.
Ég á mjög sterkar rætur í Eyjum og verð alltaf Eyjamaður. Reyni að koma sem oftast til Eyja og börnin mín, þó fædd séu á fastalandinu, eru á vissan hátt Eyjamenn líka í gegnum tengsl og veru í Eyjum. En óneitanlega hefur maður séð í gegnum árin hvernig hnignunin hefur sett mark sitt á allt samfélagið. Atgervisflótti, glötuð tækifæri og "ólög" sem grafið hafa undan samfélaginu. Kjarkurinn og áræðið hefur minnkað og stundum finnst mér fólk vera fullt af þrælsótta og hafi bara sætt sig við ríkjandi ástand. Eyjarnar eru besta verstöð landsins, ekkert annað en "ólög" hafa breytt því að innanmeinið sem herjar á samfélagið grasseri áfram og að endingu geri útaf við samfélag sem áður var það fremsta hér á landi. Engar mótvægisaðgerðir sem felast í fjölgun opinberra starfsmanna eða að mála skúra í eigu ríkis eða bæjarsjóðs koma í veg fyrir að samfélög rotni innan frá. Það þarf alvöru aðgerðir! Aðgerðir sem fólgnar eru í því að opnað verði fyrir aðgengi allra að auðlindinni og þetta lénsskipulag sem verið hefur við lýði verði afnumið. Þá fyrst munu staðir eins og Eyjar rísa til fyrri vegs og virðingar vegna yfirburðar aðgengis að auðlindinni.
Aðgerða er þörf strax, en ekki einhverntíma í fjarlægri framtíð. Fiskveiðistjórnunarkerfið verndar ekki fiskistofnana og hefur ekki byggt þá upp. Það hefur heldur ekki aukið arðsemi. Skuldsetning í greininni hefur aukist 14 fallt frá því kerfið var tekið upp og sífellt fleiri grömm af þeim gula fara í greiðslu vaxta. Það þarf samstöðu, samstöðu fólks í sjávarbyggðum, til að varpa þessu oki af okkur. Vonandi opnast einhver vitræn umræða um þessi mál þegar umræðan um álit Mannréttindarnefndar SÞ fer að taka á sig einhverja mynd við Austurvöll. En ég er efins um það. Held að stjórnmálin séu orðin svo samgróin kvótakerfinu og einnig að skilningur fólks (sérstaklega stjórnmálamanna) sé þverrandi á að það þurfi að framleiða verðmæti og selja til útlanda til að hægt sé að búa hér úti í miðju ballarhafi.
Sjálfum finnst mér að breyta eigi fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann hátt að setja eigi t.d. 3ja mílna "sveitarstjórnarlögsögu" (Þrjár mílur í kringum Eyjar) og leyfa öllum sem heimilisfesti eiga í viðkomandi byggð að sækja sjóinn með færi og línu og skilyrða að aflanum sé landað og hann unninn í heimabyggð. Þá finnst mér að hverfa eigi frá kvótakerfinu og taka upp sóknardagakerfi. Bjóða árlega út á markaði með frjálsu framsali tiltekinn fjölda daga. Allur afli kæmi þá í land. Ég hef engar áhyggjur af kvótaveðsetningunni. "Verðmætið" myndi færast úr kvóta yfir á annan "rétt", réttinn til að veiða og hugsanlega myndu skipin fá annað og meira verðmæti í slíku kerfi.
Vona að sá dagur komi að við afléttum þessu oki af okkur. Gerist það ekki, er ég ekki svo viss um að Eyjarnar eigi sér mikla von.