Fredriksen er snillingur

Fredriksen er snillingur. Hann hugsar um hag hluthafa og félögin sem hann hefur staðið að t.d. Frontline, SFL, Seadrill, Golden Ocean ofl. hafa það öll að markmiði að dreifa ávinningnum til hluthafa. Ótrúlegar arðgreiðslur hafa farið í gegnum þessi félög sem hafa gert marga fjárfesta í þeim vellauðuga. Hann hefur þann stíl að bjóða stjórnendum ekki kaupréttarsamninga og setur þak með samþykktum á aðalfundum á laun stjórnenda og stjórnar.

Hann er harður og slingur stjórnandi og flest öll félögin sem hann hefur komið að hafa malað gull. Óskandi að þessi fáu félög sem hér eru skráð á markaði hefðu svipaða stefnu í arðgreiðslum og félögin sem Fredriksen hefur tögl og hagldir í. 


mbl.is Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry vinur!hver er stærsti hluthafinn? er það ekki Fredriksen?Sérðu jóa í Bónus greiða mikklar arðgreiðslur,eða Hannes Smára?.

kveðja Jobbi

jobbi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:30

2 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki þennan Fredriksen! En að tapa 19 milljörðum (ísl) á nokkrum dögum af rúmlega 600 milljörðum (ísl) eða rúmlega 3% af eign sinni er bara smámunir, ef hann telur að sínum hagsumunum sé betur borgið í höndum almennings fjárfesta heldur en í höndum manna með græðgi í fararbroddi, þá held ég að hann fari að tapa meiri milljónum.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Hagbarður

Smæð markaðarins hérna, hagkerfi þar sem peningamálastjórnunin og stjórnun ríkisins virðist miða að því að gera myntina sem dýrasta og hugsanleg (líkleg) tengsl stærstu aðila á þessum markaði, fælir frá erlent áhættufjármagn. Hreyfingar á markaði virðast einkennast af ákvörðunum sem teknar eru af "blokkum". Ef þetta er rétt greining hjá mér, er sú hætta ætíð til staðar að hagur "blokkarinnar" fari ekki endilega saman við hag hins almenna hluthafa. Þessi atriði ein og sér, held ég, fælir frá erlent áhættufjármagn og viðhaldur, þrátt fyrir smæð, enn óskilvirkari markaði. Hér á landi eru þó nokkur fyrirtæki skráð á íslenskan hlutabréfamarkað sem eru áhugaverð á heimsvísu, nefni t.d. Össur og Marel sem örugglega myndu sóma sér vel í kauphöllum erlendis til hagsbóta fyrir litlu hluthafana.

Umbreytingarfjárfestar, eins og Fredriksen, eiga því seint eftir að gera strandhögg hér. Bið verður því líklega eftir stórum arðgreiðslum frá þessum vel reknu íslensku fyrirtækjum skráðum hér á landi.

Hagbarður, 17.11.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband