Merkilegt hversu lítið er fjallað um þetta

Ég er mikill áhugamaður um deCode. Fyrir utan það að eiga í í tölvert stóra stöðu í félaginu er ég áhugamaður um að sem mest að fyrirtækjum, þar sem hugvitið er virkja, verði staðsett hér á landi. kannski er ég að verða eins og Kató gamli.

En ótrúlegt finnst mér hvað síðasta afrek deCode fær litla umfjöllun. Þegar þetta er skrifa, rétt fyrir 18:00 hefur hlutabréfið hækkað um 0,42$ (14% hækkun!) á markaði í USA vegna tilkynningar frá félaginu. Þá hefur fréttin fengið tölvert rými í erlendum fjölmiðlum, t.d. á MarketWatch, Yahoo, Forbes og á Bloomberg.

Eini fjölmiðillinn hér á landi sem fjallað hefur um þennan áfanga (sem er einstakur í veröldinni) er mbl.is og þar eru allar fréttir um félagið flokkaðar undir "tækni og vísindi". Á ríkisfjölmiðlinum er t.d. frekar fjallað um "Rennslishraða mjólkur í mjaltarkúm" en þetta afrek sem vekur athygli á heimsvísu. Ekki á ég von á því að þetta heilli "Kastljósfólkið", þar ráða vandamálin, gamlar lummur og illa undirbúnir spyrlar ríkjum.

 


mbl.is ÍE ætlar að færa erfðafræði nær almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Tek heilshugar undir sjónamið þín. Það er hreint ótrúlegt fréttamat sem er í ´fjölmiðlum þessa lands, að þessi frétt sé ekki fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum hér á landi sést hversu dofnir ísl. fréttamenn eru og bera ekki skynbragð á hvað er frétt og ekki frétt.

   Í dag hafa allir stærstu netmiðlar heimsins fjallað um þessa stórmerku tíðindi, og gengið svo langt að segja að Decode se leiðandi á þessu sviði og langt á undan öðrum er hafa ætlað sér hlut í þessu.

   Þessi vara sem þeir setja nú fram gæti valdið því að Decode stórhækki í verði, og aðilar eins og Google eða þeim skyldir reyni að kaupa þennan hluta Decode.

   Er ekki kominn tíma að menn leggist á eitt að hefja Decode til vegs og virðingar, og hætti á að hlusta á öfundarmenn þess.

haraldurhar, 16.11.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mogginn er búinn að taka við sér eftir að hafa skoðað blogg og fréttir erlendis. Það er kannski að fara koma góður tími til að selja bréfin sem maður á? eða hvað mælið þið með? eru hækkanir líklegar á næstunni?

Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Hagbarður

Ég veðja á að þau eigi eftir að hækka meira, jafnvel mun meira. Spurningin er bara hvernig þessi frétt "filterast" út. Síðasta hálfa árið hefur fjöldi viðskipta með bréf í deCode aðeins verið fjórðungur af því sem hann var á síðasta ári. Þessi frétt hittir beint þennan hóp en spurning er hversu margir aðrir taka eftir fréttinni. Ef deCode kemst á radarinn hjá fleirum er hækkun vís.

Það er líka spurning hvort að þetta gæti orðið "spin-off" hjá þeim t.d. með því að tengajst Google eða Yahoo.  Sendi hugleiðingar frá einum af kjaftaborði á Yahoo um deCode: 

"I've already bought two, one for me and one for my wife. This is a block buster product and the website will be able to generate advertisement revenue. I would not be surprised if Google or Yahoo buy this site from deCode for even the price of deCode's stock value today. "

Hagbarður, 17.11.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 597

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband