1.11.2007 | 10:32
"Carry-trade konsúllinn"
"'Útgerðarkonsúllinn" fyrir erlendar "carry-trade" útgerðir við Kalkofnsveg hefur gefið merkið og á næstu mánuðum munu ryðjast hingað inn á krónumiðinn aðilar í leit að skjótfengnum gróða. Krónan mun við þær veiðar styrkjast enn frekar með tilheyrandi erfiðleikum fyrir alla framleiðslu hér á landi.
Á undanförnum vikum og dögum hafa birst fréttir um lokun á framleiðslufyrirtækjum á landsbyggðinni. Síðustu daga hefur keyrt um þverbak, að meðaltali ein lokun á dag með tilheyrandi uppsögnum starfsmanna. Aðgerðir "Konsúlsins" í dag hraða niðurrifinu og landsbyggðin og framleiðslufyrirtækin í þessu landi eiga eftir að fá enn þyngra högg í framhaldinu.
En kannski vakir fyrir "Konsúlnum" að tryggja þá sem hafa sitt á þurru, hafa allar sínar tekjur í krónum, "millifærslulið" sem hefur aldrei vitað að hér mun ekkert þrífast nema að við getum framleitt og selt afurðir/þjónustu okkar erlendis. Svo hlýtur þetta að vera gott fyrir þá sem þurfa að gera sér tíðar ferðir suður til Indónesíu. Kaupmátturinn meiri og ferðakostnaðurinn ekki eins íþyngjandi fyrir ráðuneytið.
Vaxtabreytingin er hugsanlega dauðadómur krónunnar og kallar ennfrekar eftir vitrænum umræðu um hana frekar en "sprenghlæilegum" athugasemdum.
Ég er að vona að þessi vitlausa ákvörðun verði okkur til góðs. Teygjan slitni með tilheyrandi breytingum sem nauðsynlegar eru til að koma peningamálastjórninni í einhvern vitrænan farveg. Verkalýðsfélögin og Samtök atvinnurekenda hljóta að standa upp og mótmæla þessu. Sama hlýtur að verða með Samfylkinguna ef hún ætlar að standa undir nafni.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt!
Ívar Pálsson, 4.11.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.