Lífeyrissjóðirnir ættu að hugleiða kaup á Krónubréfum

Ein helsta ástæðan fyrir því að krónan styrkist ekki eru óuppgerðu Krónubréfin, sem talin eru vera um 500 til 650 milljarðar. Ríkistjórnin valdi frekar að setja hömlur á gjaldeyrismarkaðinn en að nota lán AGS til að "stúta" þessum bréfum þar sem árlegur vaxtakostnaður er jafnhár og nemur rekstri ríkisins til 18 mánaða án fjármagnskostnaðar. Valin var sú leið að geyma AGS lánið á lágum vöxtum, greiða háa vexti af Krónubréfunum og takmarka aðgengi fyrirtækja og almennings að markaði með gjaldeyri. Árangur til styrkingar krónunni af þessari aðgerð er enginn eða hefur a.m.k. enn ekki komið í ljós og er mér til efs að hann eigi nokkurn tíma eftir að skila árangri á meðan við búum við þá "ógn" að eiga eftir að greiða óuppgerð Krónubréf. Ástæður eins og krafa erlendra birgja um fyrirframgreiddan innflutning og lengri greiðslufrestir í útflutningi eiga eflaust líka sinn þátt í að skýra erfitt líf krónunnar.

Mér finnst að lífeyrissjóðirnir ættu að taka frumkvæðið, koma okkur til bjargar og skoða þann möguleika að selja erlend eignasöfn sín, flytja gjaldeyrinn heim og ráðstafa andvirðinu til kaupa á Krónubréfum og þá líklegast með góðum afföllum. Hugsanlega mætti gera þetta þannig að samhliða þessu yrðu höft á gjaldeyrismarkaði afnumin og krónan að endingu leitaði jafnvægis í hærra raungengi. Áhrifin á gengistryggðu og verðtryggðu lánin væru fljót að skila sér með sterkari krónu og verðhjöðnunaráhrifin hefðu fljótlega áhrif á vaxtastigið í landinu. Þetta gæti verið ein leið í því að byggja undir að ekki verði hér fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja og halda atvinnulífinu gangandi.  

 


mbl.is Yfir 12.100 án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hagbarður - Krónubréf fyrir Lífeyrissjóðina á (góðum afslætti vitanlega) eru vissulega góð fjárfesting til framtíðar.
Ég tek undir með þér að þarna mætti skoða leiðir fram á við.

Haraldur Baldursson, 21.1.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband