El Gordo

Ég "gradúlera" fulltrúa okkar að hafa veitt sér þessi "feitu" réttindi umfram aðra á tímum þegar fjöldi fólks er að missa vinnuna og eigur sínar og fyrirséð er að ríkissjóður verði rekinn með halla til næstu ára. Þetta er enn eitt dæmið um þá góðu stjórnsýslu sem hér hefur fest sig í sessi og aukið hefur á hróður okkar á meðal annarra þjóða. Þegar aðilar, í umboði okkar, telja sig vera þess megnuga að ákvarða sín eigin réttindi.

Ég er ekki viss um að þetta sé vilji þjóðarinnar. Hallast frekar að því að þetta séu Maríu Antonette heilkenni af hæstu gráðu. "Geta þau ekki borðað kökur?" Spurði María þegar lýðurinn svalt og heimtaði að einvaldurinn útvegaði brauð. Líkt er komið fyrir okkar fulltrúum og Maríu forðum. Tengingin við það sem er að gerast er engin og hefur kannski heldur aldrei verið. En kannski taka þau út sinn dóm á fallöxi kosninganna, ef minni þeirra sem hér búa verður ekki þess skertara?


mbl.is Eftirlaunafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt nýtt ár uppáhaldsfrændinn minn

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband