Klisjan um heilbrigðiskerfið

Ég er þeirrar skoðunar að sama klisjan gildi um heilbrigðiskerfið og var um útrásina okkar. Þ.e. að engin hafi kunnað að reka banka betur en við og að okkar heilbrigðiskerfi sé það besta í heimi. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé alrangt og þarf reyndar ekki að fara langt út fyrir landssteinana til að benda á dæmi máli mínu til stuðnings. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er síst meiri í nálægum löndum, laun eru lægri hjá heilbrigðisstarfsfólki hér en kostnaður við sjúkling hærri. Skýr vísbending um kerfi sem hefur eiginleika til að hætt verði að hampa því sem besta kerfi í heimi.

Ég held að kerfið verði ekki bætt með því að moka meiri fjármunum í það. Við höfum heldur ekki efni á því lengur. Nú á að nota tækifærið og hefla þetta kerfi almennilega til, setja markmið um að bæta gæði kerfisins, auka skilvirkni og kostnaðarvitund starfsmanna og bæta líðan sjúklinga. Það eru óteljandi möguleikar til að gera kerfið betra án þess að kosta til þess auknum fjármunum.

 


mbl.is Heilbrigðisstofnanir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og gleymdu ekki að ef einhvern tíma er þörf á að hafa árvekni og góða heilsu þá er það þegar lagst er inn á sjúkrahús!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Hagbarður

Takk fyrir innlitið frænka. Satt segir þú. Best að vera alheill

Hagbarður, 15.12.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband