Sérfræðinga leitað á elliheimilum?

Þurfum við að leita á elliheimilin eftir sérfræðingum í haftastjórnun? Nei, greinilega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa greinilega á að skipa fólki sem er umhugað um að innleiða sambærileg höft og voru hér við lýði á sjötta áratugnum. Þegar fólk þurfti að fá pólitískt "samþykki" til að kaupa bíl, þegar skömmtunarseðlar voru gefnir út á sykur og hveiti og þegar slegnir voru rúgbrauðspeningar! Það sem verður leyfilegt að flytja inn, fer eftir "smekk" þeirra sem ráða. Seðlabankinn setur framtíðarkúrsinn í tísku og smekk landsmanna.

Þessi aðgerð lengir í kreppunni og dýpkar hana. Hún heldur gjaldeyri utan kerfisins og krónan fær pólitískt verðgildi sem hamlar því að atvinnulífið fái að þróast eðlilega. Fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á pólitískri velvild eða ranglega skráðri krónu verða þau sem lifa. Það verður til "Commission kerfi", líkt og var áður en markaður með gjaldeyri var frjáls, þar sem inn- og útflutningsaðilar geta haldið eftir hluta af greiðslum eða tekjum í erlendri mynt á erlendum bankareikningum sem ekki verða gefnir upp. Pólitíkin kemur til með að drottna og deila og spillingin eykst.

Aðgerðin kemur einnig til með að takmarka möguleika okkar í "rústabjörguninni". Hún veldur því að erlendar lánastofnanir hafa takmarkaðan áhuga á því að koma að fjármögnun verkefna hér á landi og jafnframt geri ég ráð fyrir að erfiðara verði að endurfjármagna þegar tekin lán. Hvernig ætlar Landsvirkjun t.d. að endurfjármagna hátt í 200 milljarða á næsta ári þegar lánveitendurnir geta búist við því að sett verði höft á fjármagnsflutninga? Það hefur enginn vitiborinn aðili áhuga á því að setja hér inn erlendan pening eftir setningu þessara laga!

Við urðum okkur til skammar og háðungar með setningu neyðarlaganna. Þessi lög toppa vitleysuna og opinbera hversu veika stjórnmála- og embættismenn við höfum til að vinna fyrir okkur. Aðgerðir sem boðaðar hafa verið til að vernda heimilin eru grín og með þessum lögum er lagður grunnur að uppbyggingu á "sjúku" atvinnulífi. Kreppan magnast og lengist í skjóli þessara laga!


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram elliheimili! Ú á stuttbuxnadeildina sem kom landinu í þrot !

Birna (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband