27.11.2008 | 21:26
Útgöngubann næst?
Ég er alveg hættur að skilja hvaða fólk við höfum kosið til að stjórna þessu landi og hvaða fólk ráðleggur þeim sem setja eiga lögin. Hef reyndar verið þeirrar skoðunar lengi að mest af þessu fólki skori ekki hátt í greindinni og sé líklega vel fyrir neðan meðlalagið. Hvílík lög sem verið er að setja á Alþingi þessa stundina! Hvet alla sem nenna að lesa frumvarpið að kynna sér hverskonar hömlur á að setja á fólk og fyrirtæki í þessu landi og hversu refsiglaður refsiramminn er. Það er verið að skerða réttindi þeirra sem búa hér á landi og það er verið að skerða réttindi þeirra sem eiga erlendar fjárkröfur á okkur. Þessi lög eiga eftir að gera mikinn skaða og skerða möguleika okkar til að leita eftir fjármögnun erlendis. Hvernig ætlum við að reisa við brunarústirnar ef aðgengi okkar og þeirra sem enn geta hugsað að erlendu lánsfé skerðast?
Verður okkur bannað að vera úti á milli 22:00 og 7:00 í næstu lagasuðu? Eða á að taka af okkur kosningaréttinn?
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líkast til rétt hjá þér að sá réttur er tröllum gefinn. En við megum ekki gefast upp!
Hagbarður, 27.11.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.