27.11.2008 | 20:39
Stjórnmálamenn eiga ekki að vera með bein inngrip á markaði
Markaður með gjaldeyri og "rétt" skráning myntar er ein af frumforsendum þess að hér þróist samkeppnishæft umhverfi til reksturs og að vinnuaflið leiti þangað þar sem launin eru best og fyrirtækin best rekin. Það hlýtur að vera frumkrafa þeirra sem ætla að þrauka hér á þessu náskeri að möguleikarnir til að geta bitið og brennt séu ekki lakari hér en í löndunum í kringum okkur. Öll bein inngrip í gjaldeyrismarkaðinn, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða, eru mjög varasöm og geta valdið okkur ómældu tjóni. Nærtækasta dæmið er peningamálastjórnunin sem var viðhöfð hér með fölsun á genginu með öllum þeim skelfilegu afleiðingum sem það hefur valdið.
Við eigum frekar að láta krónuna fara í "frjálst fall" þegar markaðir opna og svæla út krónubréfin á "lágu" gengi. Þetta frumvarp miðar að því, sýnist mér, að halda krónubréfunum innan "kerfisins" og þegar jafnvægi verður komið á gjaldeyrismarkaðinn að þá verður væntanlega slakað á kröfunni um gjaldeyriskaupum vegna fjármagnsflutninga. Betra og hugsanlega "ódýrari" leið fyrir okkur væri að aftengja vísitöluna tímabundið og láta verðbólguskotið "fríhjóla" á meðan krónan leitar að jafnvægisgildi. En það má ekki tala um slíkt. Það jaðrar við guðlast í eyrum þeirra sem stýra nú för og forkólfum úr verkalýðshreyfingunni.
Bein inngrip á gjaldeyrismarkaðinn verður okkur dýr aðgerð. Borgum líklega einhverjum tugum milljarða meira í lokin til að koma okkur undan ógreiddum krónubréfum frekar en að láta erlenda fjármagnseigendur flýja með bréfin sín í byrjun og þá hugsanlega með hluta af gjaldeyrisvarasjóðnum. Við fall krónunnar myndi innstreymið á gjaldeyri útflutningsfyrirtækja aukast sem að hluta myndi vega upp útstreymi krónubréfanna.
Þessi lög kunna líka að skaða okkur sem skuldara að ef hægt er að setja lög á Alþingi á nokkrum klukkustundum sem takmarkar réttindi aðila sem eiga kröfur sem breyta þarf í erlenda mynt. Hvernig lítum við út í augum umheimsins ef hægt er að framkvæma slíka lagasetningu? Núna þessi lög og áður eignaupptaka og mismunun innstæðueigenda með neyðarlögum, appartheid lög sem mismuna innstæðueigendum sömu innlánstofnunar eftir búsetu. Hvernig verður samningsstaða OR, LV, ríkis, fyrirtækja og banka gagnvart erlendum bönkum í framtíðinni þegar Alþingismenn hyggjast ráðast að réttindum erlenda kröfuhafa með þessum hætti á nokkrum klukkustundum? Við erum kominn í þessa erfiðu stöðu vegna heimatilbúins klúðurs og verðum sem hér búum að sætta okkur við það, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að taka á okkur afleiðingar þess en ekki að blanda inn í þetta ótengdum aðilum, erlendum eigendum krónubréfanna.
Frumvarp um gjaldeyrisviðskipti lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SOS SOS Hvernig getur thjódin losad sig vid thessa Mugabiista stjórn. Hvad er til ráda?
Gerður Pálma, 27.11.2008 kl. 22:23
Það er spurning hvort að við getum "svælt" þau út með það sem nefnt hefur verið "borgaraleg óhlýðni". Annars held ég að tíminn vinni á vissan hátt með okkur. Ekki viss um að við fengjum neitt betra ef farið yrði í kosningar fljótlega. Held að möguleikar okkar og felist í því að til verði afl eða öfl úr þessari gerjun sem nú á sér stað og fljótlega fari að koma fram einstaklingar sem fólk er tilbúið að styðja til að leiða fram nauðsynlegar breytingar á núverandi skipan.
Hagbarður, 27.11.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.