27.11.2008 | 18:04
Drekasvæðið
Það verður áhugavert að fylgjast með þróun og framvindu á Drekasvæðinu. Fróðlegt verður að fylgjast með því á Alþingi hvort að "lagasmiðirnir" hafi ekki dúr og moll laganna þannig að þau rími við áðurgerð lög á Frívaktinni, þ.e. þeirra sem mest eru spiluð og njóta mestra vinsælda hjá ákveðnum foréttindahópum. Þó ég hafi ekki augum litið frumvarpið, kæmi mér ekki á óvart að hér séu á ferðinni "sér íslensk lög", sem örugglega taka lítið sem ekkert mið af því sem aðrar þjóðir í olíuleit og vinnslu hafa samið. Lagavalið á "sér-íslensku" Frívaktinni verður því eftir sem áður hugsanlega sniðið að þörfum þeirra sem hafa sterkust tengsl við pólitíkina og gæðunum úthlutað í samræmi við það. Stefgjaldið af Drekasvæðinu kann því að verða jafnrýrt og af öðrum lögum sem fjalla t.d. um fisk og orku.
Unnið að útboði á rannsóknarleyfum á Drekasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.