10.11.2008 | 17:54
Kreppir að í fjármögnun
Hæstvirtum iðnaðarráðherra og upplýsingafulltrúa LV virðist greina á í þessari frétt. Ég hef frekar trú á að upplýsingafulltrúinn hafi rétt fyrir sér og að ráðherrann sé að matreiða þingheim á röngum upplýsingum eins og þeir hafa svo gjarnan gert á undanförnum vikum.
Í rauninni á þessi frétt ekki að koma neinum á óvart. Hvorki ríkið eða Landsvirkjun eru lánshæf og því tómt mál að tala um að þessir aðilar afli lánsfjár til einhverra framkvæmda við óbreyttar aðstæður. Erlendir lánamarkaðir eru lokaðir. Landið er metið í flokki áhættumestu lántakenda, bæði með t.t. greiðsluhæfis og einnig pólitískrar áhættu á að eignarrétturinn verði ekki virtur. Allt atriði sem fæla frá erlent fjármagn.
Það þarf ekki marga tíma í bókfærslu til að komast að því með því að fara yfir síðasta uppgjör LV og reikna upp skuldir m.v. gengi dagsins að LV er tæknilega gjaldþrota. Krafan um arðsemi verkefna hefur í gegnum árin verið fórnað af stjórnmálamönnum og nú sitjum við uppi með virkjanir sem hafa vart við að framleiða fyrir afborgunum og vöxtum af erlendum lánum. Við erum lokuð inn í samningum til næstu áratuga sem ekki gefa af sér nægjanlegar tekjur til að unnt verði að framkvæma venjubundið viðhald, hvað þá að byggja upp eigið fé til frekari framkvæmda. Það væri því glapræði að lífeyrissjóðirnir kæmu að Búðarhálsvirkjun nema að endursamið yrði um raforkuverðið við Alcan.
![]() |
Búðarhálsvirkjun frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er raforkusálan til Alcan mikil miða við 40 þúsund tonn, kostnaður á virkjun er 25 milljarðar hvað er lengi verður virkjunin að borga sig upp.
Rauða Ljónið, 10.11.2008 kl. 18:01
Sæll Rauða Ljón
Ef við horfum bara á fjármagnið sem áætlað er að þurfi til að fullgera Búðarháls, 25 milljarða og sleppum öllum rekstrarkostnaði að þá er þetta svona:
1. 25 milljarðar sem skiptast á tvö ár, sem er áætlaður byggingatími. Gefum okkur að virkjunin yrði fjármögnuð 100% á þeim kjörum sem voru meðalvextir LV af fjárskuldbindingum um mitt þetta ár 4,36%. Við gefum okkur því að ekkert eiginfjárframlag komi frá LV til að íþyngja ekki útreikningunum (þeir gera jú 10% kröfu til eiginfjárframlags). Miðað við að virkjunin sé keyrð á 40 ára samningi og verði að fullu greidd í lok tímabilsins að þá eru afborganir 25 milljarðar og vaxtagjöld 22,35 milljarðar. Miðað við að virkjunin væri alfarið að þjóna 40.000 tonna álframleiðslu og að það færi 15.000 kwh í hvert tonn af áli að þá þyrfti söluverð kwh í virkjun fyrir utan dreifikostnað að vera kr 2,08. Þá væri arðsemi fjárfestingarinnar u.þ.b. 15% án rekstrarkostnaðar.
2. Ef vaxtakjör LV breyttust á tímabilinu og myndu t.d. hækka um 150 punkta, þ.e. meðalvextir færu úr 4,36% í 5,86% þyrfti kwh að hækka í kr. 2,41 að öðru óbreyttu.
3. Ef árlegur rekstrarkostnaður virkjunarinnar væri 1,5% af stofnkostnaði þyrfti kwh að fara í kr. 2,37 m.v. 4,36% vexti af lánsfé og í kr. 2,70 m.v. 5,86% vexti. Til samanburðar er taxti OR kr. 3,65 fyrir kwh án dreifingar.
Hagbarður, 10.11.2008 kl. 23:43
Sæll. Hagbarður þakka fyrir greina gott svar, miða við meðalorkuverð á raforku og álverði í dag myndi virkjunin borga sig upp á 15 til 20 árum ekki 40 árum söluverð er töluvert hærra en kr 2,08 á kwh.
KV. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.11.2008 kl. 01:08
Nú ættu hinir svokölluðu náttúru- og umhverfissinar að vera ánægðir.
Skilaboðin eru því skýr: Þið þarna úti á landi, drífið ykkur nú að flytja í bæinn. Það er nóg af húsnæði til handa ykkur hér á Höfuðborgarsvæðinu, bara ef þið flykkist ekki í 101 Reykjavík. Þar viljum við fá að vera í friði fyrir ykkur og sötra okkar Café-Latté.
Páll Þ. Kristófersson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.