"Braindrain"

Það er örugglega tölverðar líkur á því að við missum úr landi bæði menntað og velvinnandi fólk. Maður þarf ekki að vera doktor í kjarneðlisfræði til að koma auga þessa hættu. Þegar kjörin, möguleikarnir og væntingar til framtíðarinnar verða hér orðnir mun lakari en annarsstaðar, rýfur fólk sig upp og leitar að nýrri og betri framtíð. Þetta hefur gerst hér á landi oftar en einu sinni. Síðast í einhverju mæli við fall síldarstofnsins 1967.

Þetta eru því miður hinar döpru staðreyndir fyrir valdhafana og þá sem ekki treysta sér eða eiga möguleika að leita betri haga. Fólk er bæði skynsamt og hreyfanlegt og tekur ákvarðanir út frá eigin hagsmunum en ekki hagsmunum heildarinnar. Eitthvað sem alltaf hefur pirrað valdhafana í gegnum aldirnar.

Sumir hafa haldið því fram að það sé besta fólkið sem fari. Þeir sem hafi dug og djörfung, en gamla fólkið og aularnir sitji eftir heima. Sumir hafa kveðið svo fast að orði að heimskasti sonurinn verði eftir heima en hinir yfirgefi torfuna í leit að betri tækifærum. Þessari skoðun hefur m.a. verið haldið fram um vanda landsbyggðarinnar. Ég held að það sé nú kannski fullmikið lagt í þessa staðhæfingu, en að öðru leyti rímar hún ágætlega við söguskýringu okkar sjálfra á því þegar við yfirgáfum Noreg á sínum tíma. Við erum jú víst öll eðalborin og þeir ættbálkar sem fylltu í það rúm sem myndaðist þegar við héldum á knörrum okkar hingað út á mitt haf, voru okkur óæðri.

En burtséð frá þessu að þá eigum við örugglega eftir að sjá á eftir mörgu hæfileikaríku fólki. Í sumum löndum A-Evrópu er það þannig að allt að 10% af vinnuaflinu vinnur í öðrum löndum og 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar koma frá fólki sem vinnur erlendis. Það sama mun líklega ekki gerast hér. Þeir sem flytja munu ekki senda gjaldeyri heim. Þeir munu setjast að erlendis með sínar fjölskyldur og/eða festa þar rætur ef ástandið verður langvinnt hér. 


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvenær eigum við að fara?

Getum farið aftur til Noregs og hækkað greindarvísitöluna á báðum stöðum

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er freistandi að flýja fasismann, en hvert?

Ég var að spá í USA.  Lánin þar eru víst með 1% vöxtum, sem gerir uppbyggingu auðvelda.  Hægt væri að reka pylsuvagn og eiga fyrir cadillac og 4 hæða húsi við slíkar aðstæður.  Svo get ég gerst ríkisstjóri eins og Schwarzenegger.

Það væri auðvelt.  Horfa bara til gamla landsins, og gera allt þveröfugt.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband