29.10.2008 | 18:13
Flokkur atvinnulausra
Ég held að við leysum ekki þann vanda sem við erum í nema með nýju fólki. Það þarf að stofna vettvang og jafnvel nýjan flokk með fólki sem hefur misst vinnuna. Margt af þessu fólki hefur mikla hæfileika og reynsla margra er örugglega þannig að hún myndi nýtast við að byggja upp betra þjóðfélag. Ég er sannfærður að hægt væri að koma saman flokki á landsvísu úr hópi þeirra sem misst hafa vinnu sína sem væri frambærilegri með t.t. menntunar og reynslu til sjávar og sveita en þeir sem nú verma sessurnar á Alþingi. Ég er ekki viss um að þeir stjórnmálaflokkar sem starfandi eru sé treystandi til að koma að uppbyggingunni. Flestum þeirra ráða fámennar valdaklíkur sem hafa verið iðnar við það í gegnum árin að planta sínu fólki í stjórnsýsluna.
Það þarf að fækka þessum lýðskrumurum og foringjadýrkurum sem sitja á þingi.
Starfsmönnum BYGG sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg hef verið að hugsa um það hvort ekki væri bara þiggja gamalt heimboð Dana um fá að setjast að á Jótskuheiðunum.
haraldurhar, 29.10.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.