Iceland In Memoriam, Fjármál 101

Áður en að vinir okkar, Færeyingar, ákveða að kasta til okkar bjarghring væri eflaust gott fyrir þá að vita hverju verið er að bjarga. Ísland og það sem gerst hefur hér á eftir að verða "Case-Study" í öllum fjármálabókum sem gefnar verða út í heiminum á næstu árum og líklega eiga milljónir stúdenta í fjármálum eftir að lesa um þetta afhroð og þau mistök sem gerð voru í aðdraganda fallsins og líklegum eftirmálum þess.

Það sem gerðist: (1) Landinu var stjórnað eins og vogunarsjóði með ákvörðun um að halda  vextastigi háu til að auka innstreymi erlends "áhættufjármagns" til að styrkja gengið og "falsa" þar með undirliggjandi verðbólgu (erlenda þáttinn) en í leiðinni halda uppi háum kaupmætti sem átti sér engar "framleiðslulegar" forsendur. (2) Ríkissjóður var rekinn með hagnaði vegna mikils innflutnings (sterk króna/hár kaupmáttur) en ekki af þeim sökum að þar hafi verið gætt sérstaks aðhalds. Þvert á móti hafa ríkisútgjöld vaxið líkt og gerlagróður á undanförnum árum. (3) Opinberir aðilar tóku meðvitaða áhættu með því að fresta eða draga að kaupa tryggingar í formi stærri þrautarvarasjóðs vegna stækkunar bankakerfisins og fylgdu ekki eftir ákvæðum regluverksins.

Það sem hefur verið gert: (1) Ríkið hefur hirt bankakerfið með tilheyrandi mannorðsmissi en ríkisstarfsmennirnir hafa ekki þekkingu til þess að koma á kerfi greiðslumiðlunar við útlönd. (2) Við erum með 3.500 nýja ríkisstarfsmenn í ríkisbönkunum sem sinna eiga innlenda þætti greiðslukerfisins og pólitísk skipuð bankaráð! Of stórt kerfi fyrir of lítil umsvif, sem líklega verður erfitt að selja (einkavæða). (3) "Erlenda" hluta bankakerfisins var fórnað og þar með möguleikum okkar til að afla landinu gjaldeyris. (4) Við þurftum að leita á náðir IMF því annars var óvíst að við höfum ofan í okkur að éta. (5) Vextir hafa verið hækkaðir og þar með aukið á erfiðleika almennings og fyrirtækja í þeim tilgangi að reyna að halda gengi háu.

Það sem getur gerst: (1) Vaxtahækkunin (28/10) mun hafa þveröfug áhrif á gengi krónunnar og auka verðbólguþrýsting. Hún mun jafnframt flýta fyrir gjaldþrotum fyrirtækja og auka á uppsagnir starfsmanna. (2) Meiri líkur eru nú en nokkru sinni áður að fjármálakreppan stökkbreytist eins og sumar veirur gera og verði að almennri alþjóðlegri kreppu með minnkandi eftirspurn og stöðvun framleiðslufyrirtækja. Merki um þetta sjást meðal annars í lækkun á verði hráefna. Miklar líkur eru á því að fiskverð lækki, t.d. hefur hausaður þorskur í Rússlandi lækkað um 10% á einni viku. Gerist það á okkar mörkuðum yrði það gríðarlegt áfall fyrir okkur og ekki bætandi á veika stöðu fyrir.

Það hafa mörg mjög stór mistök verið gerð hér á landi á undanförnum árum. Verst er að við virðumst ekki geta lært af mistökunum. Við hjökkum í sama "meðvirknisfarinu" þar sem öll okkar ógæfa er öðrum að kenna. Ráðdeildarsemi hefur ekki verið til staðar og lítið gert til að leggja í sjóði til mögru áranna.


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband