28.10.2008 | 15:51
Spái því að krónan veikist
Ákvörðun um að hækka vextina er glapræði í mínum huga. Hún mun hafa öfug áhrif á það sem verið er að reyna ná fram, þ.e. að styðja eða hækka gengi krónunnar. Áhrifin munu helst koma fram í gegnum tvo þætti: (1) Þó svo að "vaxtapremían" sé hækkuð um 50% (úr 12 í 18%) mun vaxtamunaviðskipti ekki fara í gang. Ástæðan er sú sama og ef að fyrirtæki sem er í erfiðleikum ákveður að gefa út skuldabréfaflokk með 50% hærri "premíu". Pappírarnir bera hærri vexti en undirliggjandi áhætta er mun hærri. Hver hefði t.d. keypt skuldabréf af Mest hf. með 100% vöxtum rétt áður en þeir urðu gjaldþrota? Peningamálastjórnunin sem viðhöf er hérna dugar ein og sér til þess að enginn erlendur aðili þorir að setja hér inn fé. (2) Vaxtahækkunin mun gera út af við sum framleiðslufyrirtækin sem afla gjaldeyris, t.d. í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Það hefði átt að lækka vextina eða í versta falli að halda þeim óbreyttum fram að næsta vaxtaákvörðunardegi. Núna er mikilvægt að reyna að halda þeim fyrirtækjum gangandi sem geta aflað gjaldeyris. Það er ekki gert með þessari ákvörðun.
Frostkaldur andardráttur IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er algjörlega bilað! 'Ótrúleg þráhyggja að einhver möguleiki sé til að fá nokkurn mann til að treysta á krónuna framar, það er sturlun.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 28.10.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.