Píníngsdómur hinn nýi

Að mörgu leyti má líkja því sem við erum að ganga í gegnum núna við Píníngsdóminn, sem Daði í Snóksdal, Ari í Ögri og félagar leiddu yfir þjóðina á því herrans ári 1490. En ákvæði dómsins (laganna) tafði í 300 ár myndun borgríkis hér á landi, hélt niðri hagvexti, kom í veg fyrir framþróun en útvegaði ódýrt vinnuafl og þá yfirleitt í formi ánauðar til stórbænda.

Við höfum kallað yfir okkur Píningsdóm hinn nýja með aðgerðum og aðgerðaleysi ráðamanna okkur. Þeir hafa haldið þannig á málum að þjóðinni verður líklega kippt niður á sama stig og löndin á Balkanskaga. Þeir hafa hunsað aðvaranir mætra manna, eftirlitsstofnanir hafa ekki unnið grunnvinnuna, peningamálastjórnunin var eins og verið væri að stýra vogunarsjóði og ráðamönnum þótti tryggingin sem fólst í stærri þrautarvarasjóði Seðlabankans vera of dýr til að það réttlætti lántöku. Við og afkomendur okkar munum súpa seyðið af þessum stjórnunarlegu mistökum. Enginn annar mun greiða fyrir skaðann.

Afleiðingar þessa höggs sem reið á hagkerfið er ekki nema að litlu leyti komið fram. Þó að nefið sé brotið, eiga innanmeinin eftir að koma fram. Gjaldþrot fyrirtækja og heimila og síðast en ekki síst að við höfum tapað fyrirtækjum og fólki sem aflaði gríðarlegs gjaldeyris. Hvernig ætlum við að standa undir öllu velferðakerfinu okkar þegar þessar tekjur koma ekki lengur til þjóðarbúsins? Við gerum það ekki með því að gefa raforkuna, ekki með því að setja fólk í skóla og allra síst með því að fresta afborgunum lána.

Við verðum tilneydd til að skera niður opinbera kerfið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo ötull að byggja upp á síðustu áratugum. Við þurfum að búa við lakari efnahagsleg gæði og hugsanlega minna öryggi í velferðarmálum en þjóðirnar sem við venjulega viljum bera okkur saman við.

Og Píningsdómur hinn nýi heldur innreið sína með skertum möguleikum einstaklinganna, meiri ríkisumsvifum og víðtækari pólitískri spillingu. Orsakir alls þessa eru í mínum huga ekki mjög flóknar: Við höfum búið í marga áratugi við veika stjórnsýslu þar sem kerfisbundið hefur verið "plantað" inn mönnum/konum með "rétt" pólitískt bakland. Það er ein helsta ástæðan fyrir hruninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm...... ég neyðist til að senda þér faðmlag! Ég heyri það á öllu að þú hefur ekki verið faðmaður lengi ;) Jafnvel ekki síðan um 1500......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Hagbarður

Takk mín góða frænka. Sendi þér mitt faðmlag og vona að þú hafir það sem allra best í þessu gjörningaveðri. Ég held áfram að losa úr mínum skálum og kannski næturgögnum hér á þessum vettvangi.

Hagbarður, 17.10.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband