Þetta er bílasölunum að kenna!

Ég aðstoðaði son minn s.l. sumar að kaupa sinn fyrsta bíl. Eftir að hafa reynt að koma vitinu fyrir drenginn í nokkrar vikur og reynt að sannfæra hann um hann gæti fengið minn bíl þegar hann langaði á rúntinn, var ég skyndilega sestur fyrir framan bílasalann sem klæddur var Armanifötum og með Rolexúr. Viðskiptin hófust um eina bílinn sem drengurinn hafði augastað á. Sá í Armanifötunum var búinn að átta sig á því áður en ég settist í stólinn og öll gamla reynslan í samningatækni, sem ég hélt að ég væri svo slingur í, fokin út í veður og vind. Þegar hann var búinn að "sannfæra" okkur feðgana um hið góða verð, spurði hann hvernig ætti að borga fyrir gripinn. "Ekkert mál, að fá fjármögnun. Pabbi þinn skrifar bara undir og þú ferð heim á "kagganum" á eftir". "Nú, hvaða fjármögnunm er það?"  spurði ég. "Best að taka þetta í erlendu, lægstu vextirnir. Ég fór eitthvað að andmæla þessu en Armanimaðurinn greip þá til "Hálffimm frétta" Kaupþings frá því deginum áður og nýlegrar markaðsgreiningar frá Glitni. Dengurinn horfði á mig og ég sá í svip hans að hann spurði: "Ætlarðu að vera svona vitlaus að vera að reyna að andmæla þessu pabbi?". ´"Allt í lagi, allt í lagi, hvar eru pappíranir?" spurði ég. Drengurinn réði sér ekki fyrir kæti og kom í humátt á eftir mér, á nýja "kagganum", að næstu bensínstöð til að komast heim, sagðist hafa gleymt debetkortinu heima. Síðan eru liðnir átta mánuðir og lánið hækkað um 40% og enn skuldar hann mér bensínið.

Ég hef verið að lesa, núna um páskana, blogg og greinar og hlaustað og séð fréttir um efnahagsumræðuna, hvernig viðbrögð stjórnmálamanna eru og hvernig "þetta fólk" horfir á "vandann". Einn upprennandi ungliðinn vill meina að "klassísk hagfræði" hafi ekki virkað og þess vegna séum við þar sem við erum. Ótrúlegt ef satt er og merkilegt að þess skuli ekki vera getið á helstu ljósvakamiðlum heimsins núna um páskana umj þessa merkilegu uppgötvun. Flott að fletta svona ofan af klassískri hagfræði með íslenska módelinu, væntanlegur Nóbelsverðlaunahafi sem við eigum hérna á meðal vor. Ótrúlegt hvað stjórnmál geta verið fræðandi, enda sagt að þingseta jafngildi doktorsprófi í hagfræði. Ég fer bara helst að hallast að því að þetta sé rétt. Ekki furða að okkur gangi vel með stjórnun þessa málaflokks. Vel búum við að því að hafa í formannsþóftunni í peningamálastjórnuninni, hagyrðing og doktorsígildi og bíð ég bara eftir því að hinir "hagyrtu" kviðlingar formannsins fari að fjúka frá Kalkofnsvegi. Mikill fróðleikur verður það, kannski "tímatafðir" kviðlingar nú eða kannski að formaðurinn fari að kveða í diffurjöfnum. Þetta verður líklega bókmenntalegt afrek 21. aldarinnar. Gömlu lurkarnir, GH og ISG vilja ekkert gera. "Þetta eru bara einhverjar sviptingar erlendis", segja þau.

Þetta er alltaf einhverjum öðrum að kenna, hjá "þessu fólki", var niðurstaða mín, eftir að hafa beðið of lengi eftir páskaegginu. Fólkið sem kosið er, "þetta fólk", til að stjórna þessu landi hefur bara ekkert með þessa óáran að gera. "Við þurfum að einbeita okkur að ná kjöri hjá Öryggisráðinu! eða Sameiginlegur Norrænn gjaldmiðill. Hvað er mikilvægara? Afhverju erum við að angra "þetta fólk", þessa 63 doktorsnema okkar í hagfræði? Og hvað er því mikilvægara en að kapteinninn gefi skipun um að dekka borðin fyrir kvöldverðinn, þó að siglt sé innan skerja og vindur blási af hafi og mótorinn sé farinn að slá feilpúst? "Þetta fólk" á enga sök á þessu. Það er ekki hægt að sakast við fólk sem aldrei skilur neitt. Það var mér kennt sem ungum dreng af foreldrum mínum. Þetta er Armanimanninum að kenna! Við eigum öll að sameinast um að einbeita ónægju okkar að Armanimanninum! Gefum doktorsnemunum frið, það gæti borgað sig!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt lesefni um það hvers vegna "klassísk hagfræði" virkar ekki á Íslandi er hérna hjá hagfræðingi sem heitir Jón Helgi Egilsson.  Ýmsar fróðlegar greinar þarna hjá honum.

Auðvitað er 2+2=4 á Íslandi eins og annar staðar, en þetta módel, að hækka stýrivexti og gera þannig fjármagn dýrara og draga þar með úr þenslu, virkar ekki vegna þess að kerfið er opið. Hjá okkur er það sérlega opið, eins og þú nefnir var t.d. sonur þinn að kaupa bíl, og lánið er framhjá kerfi Seðlabankans. Stýrivextir Seðlabanka virka ekkert á þessa lántöku.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband