18.3.2008 | 00:54
Hver er munurinn að fara fram úr fjárheimildum og skila ekki vsk. og staðgreiðslu?
Á undanförnum árum hefur fjöldi manna hlotið dóma fyrir að skila ekki virðisaukaskatti og staðgreiðslu í rekstri hlutafélaga. Dómar hafa runnið á færibandi í gegnum dómskerfið og brotin talin fullframin þegar komið er fram yfir gjalddaga. Sannanlega eru þetta fjármunir sem aðilum sem eru með mannahald og stunda virðisaukaskattskylda starfsemi ber að standa skil af. En í raun er þetta þvinguð innheimta, sem ríkið hefur sett á atvinnulífið til að annast skattheimtu fyrir sig. Í mörgum tilfellum, sem mér eru kunnug, hafa vandræðin orðið til vegna þess að sú þjónusta sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á, hefur ekki fengist greidd eða að viðvarandi taprekstur hefur verið. Í stað þess að stöðva starfsemina, freistast menn til að halda áfram. Af þeim málum sem ég hef kynnt mér, hafa fæstir þeirra sem dóm hafa hlotið, nýtt þetta skilafé í eigin þágu. Það hefur farið til greiðslu launa starfsmanna og þeirra liða sem mest eru aðkallandi til að halda fyrirtækinu á "floti". Í þessum málum virðast ekki vera til neinar málsbætur og flestir dómarnir þannig að sektin er tvöföld sú fjárhæð sem "skotið var undan".
Við annan tón kveður þegar opinberir embættismenn brjóta lög og fara fram úr fjárheimildum. Viðvarandi fjáraustur almanna fjármuna virðist ekki teljast refsiverður. Ræflarnir sem ekki stóðu sig í innheimtu virðisaukaskatts og staðgreiðslu eru dregnir fyrir dómara, sviptir eigum sínum og æru. Embættismennirnir spila frítt og bera enga ábyrgð. Svo frítt virðist þetta spil þeirra vera eða húsbóndavaldið (ráðherravaldið) deigt, að aðgangur að fjárhirslum ríkissjóðs virðist í sumum tilfellum vera án takmarkana. Auk stofnana sem taka fjárlögin og fjármuni almennings í sínar hendur og fara reglulega fram úr fjárheimildum, bendi ég á frægt dæmi, greiðslur til Byrgisins til margra ára, en þar var ekki til samningur til grundvallar greiðslu! Samt var greitt! Að sjálfsögðu bar enginn ábyrgð.
Það hlýtur að vera réttlætismál að allir standi jafnir gagnvart lögunum. Ef hægt er að dæma mann fyrir að "sólunda" fjármagni sem ríkinu bar, að þá á eins að dæma mann sem "sólundar" fjármagni sem ríkið á.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg hárrétt hjá þér og komin tími á að beita sama dómsvaldi gegn Ábyrgðarmönnum Ríkisstofnana.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2008 kl. 12:38
Þarna komstu með það.....
auðvitað er þetta ekkert annað en sami hluturinn..... ég vil sjá menn bera ábyrgð að af óvönduðum meðhöndlun almannafjár......
gfs (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:39
Góð færsla.
Mér fannst eins og að ég ætti að tengja þessar færslur saman.
Vanhæfir stjórnmálamenn og embættismenn
proletariat, 18.3.2008 kl. 23:33
Takk fyrir innlitið. Góð og áhugaverð færsla hjá þér, proletariat
Hagbarður, 19.3.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.