Athugasemdir
Lénsskipulag? Þýðir það ekki að Lénsherra ráði? Ef svo er hef ég ekki fundið fyrir því upp á síðkastið í Borgarstjórninni. Ekki heldur í Ríkisstjórninni. Það liggur við að maður sakni Davíðs, þá vissi maður amk á móti eða með hverju maður mælti...
Útskýrð þú fyrir mér hvers vegna það væri slæmt fyrir Ísland að vera meðlimur í Evrópusambandinu.
KátaLína (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 06:35
Sæl KátaLína og takk fyrir innlitið.
Það sem ég á við með lénsskipulagi er að búið er með fiskveiðistjórnunarkerfinu sem komið var á 1983 að búa til lén þar sem lénsherrar ráða ákveðnum hluta auðlindar sem áður var frjáls aðgangur að. Í krafti þessara réttinda getur lénsherrann ráði vexti og viðgangi heilu byggðarlaganna eins og sýnt hefur sig. Lélegast verstöð Íslands, Reykjavík, hefur mestu heimildirnar. Fiskveiðistjórnunarkerfið er "peningakerfi" en ekki verndarkerfi. Árangur þessa kerfis er að við það sem það skilar að landi er þriðjungur af því sem sóknin á Íslandsmið skilaði að meðaltali á 40 ára tímabili fyrir 1983 og skuldsetningin er 14 sinnum meiri í greininni að raungildi en hún var við upptöku kerfisins. Frábær árangur hvað varðar vernd og hagkvæmni. Það sem gerst hefur er að sóunin hefur aukist. Enginn sem rær kemur að landi með þriggja nátta blóðdauðgaðan fisk eins og algent var áður í brælutíð. Hversvegna ætti hann að gera það ef hann hefur bara heimild til að landa ákveðnu magni? Sá sem hegðaði sér þannig í slíku kerfi yrði ekki langlífur. Niðurstaðan er því sú að við veiðum mun meira en við nýtum, verðum af miklum tekjum og sóunin sem felst í brottkastinu er gríðarleg. Það þarf að breyta kerfinu og hef ég ákveðnar hugmyndir um á hvern hátt það mætti gera.
Ég var alltaf hlynntur samstarfi við Evrópuríkin, þ.m.t. EES samninginn og Schengen samstarfið. Hef reyndar endurskoðað afstöðu mína og finnst þetta Schengen samstarf vera rugl ef við erum ekki fullgildir aðilar að ESB. Samstarfið er kostnaðar- og áhættusamara fyrir okkur þar sem við erum útvörður svæðisins í samanburði við lönd sem eru inni í "miðjunni". Við eigum ekki að vera "varnarmúr" fyrir ESB ef við erum ekki fullgildir meðlimir.
Ég held að við höfum tvo kosti. Annarsvegar að huga að fullri aðild að ESB eða hugsa okkur sem þjóð sem er óháð eða næstum óháð öllum bandalögum líkt og Sviss. Það eru bæði kostir og ókostir við þessar leiðir. Að vera óháð setur þá kröfu á okkur að við sjálf, þ.e. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldið sé þannig að við getum útdeilt nægjanlega miklu réttlæti til íbúanna og búið til aðstæður þar sem íbúunum finnst þeir ekki vera verr settir en íbúar í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við höfum mörg dæmi um hið gagnstæða. Lögunum er misbeitt, framkvæmdavaldið tekur ákvarðanir sem ekki myndu líðast í öðrum löndum, t.d. ákvörðun um skipan dómara, salan á ferjunni Baldri og lengi mætti telja. REI-málið er dæmi um vanþroskaða stjórnsýslu og eftirmálarnir kannski enn frekar. Allt þetta vekur spurningar hvort að aðild að ESB myndi ekki styrkja, bæta og gera stjórnsýsluna betri. Ég held að myntin sé okkar helsta vandamál við núverandi aðstæður. Við erum með sveiflukennt hagkerfi og myntin getur á margan hátt verkað sem sveifluauki á hagkerfið. Peningamálastjórnunin og ríkisfjármálin hafa að mínu mati verið í molum. Erlendar fjárfestingar, að undanskildum stóriðjuframkvæmdum eru litlar sem engar og er myntin talin vera helsti þröskuldurinn fyrir að lítið erlent áhættufjármagn kemur inn í kerfið. Það er slæmt og dregur til lengri tíma úr möguleikum okkar til frekari þróunar. Kosturinn við að vera óháður bandalögum er að við getum hugsanlega samið við bandalög og orðið brú á milli bandalaga, ESB, NAFTA, Rússa og Kínverja. Afhverju t.d. ekki að leyfa Rússum að taka olíu hér fyrir N-Atlantshafsflotann og koma sér upp aðstöðu, hleypa Kínverjum hér inn til að leita að olíu á Drekasvæðinu, framselja fiskveiðiheimildirnar til ESB (þjóðin fengi þá eðlilegt afgjald fyrir auðlindina) og selja okkur bara þeim sem borga mest? Hvað er að því? Kannski höldum við bara meira sjálfstæði ef grunnhugsunin er sú að við viljum bara hagnast sem mest á samstarfi við ólíka aðila en ekki festa okkur í trússi við ákveðinn hóp eða hagsmuni.
Við vitum líklega hvað við fengjum ef við gerðumst aðilar að ESB. Stjórnsýslan myndi batna og ef við gerðumst aðilar að myntbandalaginu myndum við losna við óhagræðið af krónunni. Það yrði okkur mikill fengur en á móti yrði erfiðara fyrir okkur að stjórna og bregðast við skammtíma hagsveiflum innan kerfisins. Við værum bundin ákvörðunum um vaxtastig Seðlabanka Evrópu. Sveiflum á vinnumarkaði yrði hugsanlega erfiðara að stýra og við værum meira háð ákvörðunum frá Brussel við efnahagsstjórnun.
Ég myndi velja sjálfstæðið og ekki sækja um aðild að ESB. Treysta á það að okkur beri gæfa til að beina stjórnmálunum í þann farveg að búin verði til stjórnsýsla sem er réttlát og sækir kannski fyrirmyndina að einhverju leyti til smiðanna í Brussel. Margt sem kemur þaðan er gott og full ástæða fyrir okkur að aðlaga okkar kerfi að smíðinni þar. Við eigum einnig að haga ríkisfjármálunum þannig að ekki sé við það unað að farið sé fram úr heimildum og styrkja og efla Seðlabankann með nýjum stjórnendum og gera hann pólitískt óháðann. Breyta á fiskveiðistjórnunarkerfinu og setja allar heimildir á uppboðsmarkað og nýta fjármunina til að styrkja við sveitarfélög á landsbyggðinni. Jafnframt að nýting annarra náttúruauðlinda sé þannig að borgað sé afgjald af nýtingunni sem safnast í sjóð eins og Norðmenn eiga. Við eigum að segja okkur úr Schengen og NATÓ. Vera opinn fyrir samstarfi við allar þjóðir, leggja áherslu á samstarf við bandalög og festast ekki í trússi við ákveðin öfl. Halda sjálfstæði okkar og sýna það í verki gagnvart öðrum. Reyna að græða á því að vera óháð. Ég held að myntin verði ekki vandamál við slíkar aðstæður.
Hagbarður, 1.3.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
deCode er líklega merkilegast fyrirtæki sem hefur starfstöð hér á landi. Það hefur laðað til landsins fólk sem býr yfir yfirburðarþekkingu á sínu sviði og líklega það íslenska fyrirtæki sem best er þekkt erlendis. Möguleikarnir eru einnig miklir en rannsóknirnar og þróunin er kostnaðar- og áhættusöm. Það er eðli slíkra fyrirtækja.
Það er sorglegt þegar þarf að segja upp góðu starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu. Stundum er það nauðsynlegt til að aðlaga reksturinn að breyttu og erfiðara umhverfi. Stundum þarf að hörfa og gefa eftir orustuna til að eiga möguleika að sækja fram og vinna stríðið.
deCode hefur starfað hér á landi í umhverfi sem að mörgu leyti hefur verið fyrirtækinu fjandsamlegt. Stundum hef ég velt því fyrir mér afhverju þeir eru ekki fyrir löngu farnir úr landi, t.d. til Indlands eða Kína þar sem aðstæður eru slíkum fyrirtækjum hagfelldari og mörg fyrirtækin vinna í umhverfi þar sem þau njóta virðingar fyrir framlög sín til að bæta lífsgæði jarðarbúa.
Líklega er deCode of stórt fyrir okkur. Þjóðarsálin uppfull af "krónískri" minnimáttarkennd til að hópur snillinga á heimsmælikvarða geti starfað hér á landi við að búa til markaðshæfar lausnir sem byggja á langtíma rannsóknum. Öfundin og naggið hefur oftast yfirgnæft það sem gott hefur komið frá fyrirtækinu. Það er synd að við skulum ekki hafa visku eða manndóm til að geta reist höfuðið hátt og búið til farveg fyrir fleiri fyrirtæki eins og deCode. Nei, áhuginn hjá stjórnmálamönnunum snýst um að falbjóða orkuna, helst undir framleiðslukostnaðarverði, leggjast eins og útglennt portkona fyrir orkugleypum og tryggja lénsskipulag við nýtingu náttúruauðlinda.