28.2.2008 | 17:46
Ráðdeildarsemi við Kalkofnsveg
"Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, sagði í erindi í Rótarýklúbbi Austurbæjar í dag, að það vekti undru hve kæruleysislegt viðhorf margir virðist hafa til verðbólgu. Ótímabær vaxtalækkun myndi leiða til verðbólgu og kjaraskerðingar og fráleit sé sú kenning að til þess að hemja verðbólgu þurfi að lækka vexti."
Þá vaknar sú spurning hvort Seðlabankinn, með sinni ráðdeildarsemi, geri ekki svipað og stjórn og forstjóri Glitnis gerðu, lækki laun stjórnar og stjórnenda og gefi þar með hugsanlega tóninn í komandi kjarasamningum við ríkisstarfsmenn. Finnst a.m.k. að launahækkunin sem bankastjórar Seðlabankans tóku sér á síðasta ári og réttlætt var með þenslu og mikilli spurn eftir góðu starfsfólki hljóti við þau skilyrði sem nú eru, að ganga til baka. Stjórnarformaðurinn hlýtur að boða lækkun launa og leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna og koma vaxtalækkunarferlinu af stað. Tal um ráðdeildarsemi og hófstillta kjarasamninga hjá öðrum, úr þessari átt og án þess að leggja sitt af mörkum, er því harla ótrúverðug.
Ótímabær vaxtalækkun leiðir til kjaraskerðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur e-ð breyst, eru ekki allar fjármálastofnanir að bjóða í aðalseðlabankastjóra Íslands?
Enda er hagræðimenntun hans alveg einstök! Það er engin seðlabankastjóri í vestræna heiminum með sambærlilega hagræðimenntun og reynslu!!!
Ofurlaun íslenskra bankastjóra voru réttlædd með þeim rökum að erlend fyrirtæki væru í biðröð
og ætluðu að stela þessum "snillingum". Hefur einhver verið keyptur? Hefur einhver boðið í Bubba og ungu bankastjórana?
Garðar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:07
Þetta er rétt hjá þér Garðar. Ekkert hefur heldur frést af brotthvarfi eða ráðningum þessara bankastjóra. En kannski eiga launin eitthvað eftir að lækka hjá þeim!
Hagbarður, 1.3.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.