Skrýtin stjórnmál

Hvernig er hægt að styðja foringja sem á eftir að taka ákvörðun ef stuðningurinn er skilyrtur? Hvernig er hægt að segja að maður styðji einhvern mann en bíði samt eftir hans afstöðu og að hann taki sínar ákvarðanir? Þetta gengur ekki upp í mínum huga. Annaðhvort styður maður foringjann og hans ákvarðanir eða maður styður eða er á móti ákvörðuninni sem foringinn tekur. Þetta var m.a. umræðuefni í Kastljósi kvöldsins og sá er sat á "beininu" var kjörinn fulltrúi, Gísli Baldur, sem vildi ekki gefa upp hvort að hann styddi ákvörðun Vilhjálms ef Vihjálmur tæki þá ákvörðun að hann myndi falast eftir embætti borgarstjóra í samræmi við málefnasamninginn. Annaðhvort er Gísli Baldur ósáttur eða sáttur við það að Vilhjálmur verði borgarstjóri óháð ákvörðun Vilhjálms. Gísli Baldur styður samt Vilhjálm en er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi sínum við að Vilhjálmur verði borgarstjóri.

Það eru skrýtin stjórnmál þar sem menn geta ekki tekið afstöðu. Þetta mál er þannig að til að því ljúki, þarf að taka afstöðu með eða á móti Vilhjálmi. En eins og með mörg erfið mál að þá fara þeir sem eiga að leysa þau lengra út í forarvilpuna með málin óleyst. Í svona málum á að taka afstöðu, með eða á móti. Menn sem stefna að því að verða foringjar verða að geta tekið afstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Því miður virðist það vera mikilvægara fyrir frama í stjórnmálum að vera skemmtilegur tungufoss, en hafa þor til að taka ákvarðanir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.2.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband