10.1.2008 | 16:39
Lénsskipulag og einkaleyfavernd
Það verður fróðlegt að fylgjast með því á hvern hátt löggjafarsamkundan hérna ætlar að bregðast við þessum dómi. Hvernig hún ætlar að takast á við atriði sem ekki samrímast grundvallar mannréttindum.
Talsmenn kerfisins hafa haldið því á lofti sem besta stjórnunarkerfi í fiskveiðivernd heimsins. En árangurinn þekkja flestir: Hann er minnkun afla, gjaldþrot byggðarlaga, tilflutningur verðmæta til fárra útvalinna og svo núna að verða snupraðir af erlendum aðilum fyrir að lögin tryggi ekki rétt einstakinga í málum sem teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Tími til kominn að kerfinu verði breytt enda er þetta "peningakerfi" en ekki verndarkerfi.
Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.