Stríð snúast um hagsmuni

Öll stríð snúast um hagsmuni. Oftast var herjað til að komast yfir náttúruauðlindir, ná í nýtt ræktunarland eða  vatn, ná í ódýrt vinnuafl eða tryggja markaði. Valdhafarnir "markaðssettu" herfarirnar annaðhvort í nafni trúarinnar eða að verið væri að herja á óvin sem landinu stafaði sérleg ógn af. Tilgangurinn með markaðssetningunni var jú að tryggja eða auka áhrifamátt ríkisins og einnig að búa til skiljanleg "rök" fyrir lýðinn, svo að auka mætti skattheimtu til að fjármagna herförina og ekki síður að ætlað mannfall í herförinni hafi haft tilgang. Stríðið í Írak snýst um hagsmuni, olíu, ekkert annað.

Bandaríkjamenn líkt og Nasistar (þegar þeir réðust inn í Tékkóslóvakíu) byggðu gagnaöflun sína á upplýsingum frá glæpamönnum. Óáreiðanlegum upplýsingum sem kannski tóku frekar mið af því að veita upplýsingar sem voru nægjanlega rangar til að koma af stað atburðarrás sem þjónaði hagsmunum þessara glæpamanna og féllu að hugmyndaheimi þeirra sem standa við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Olíusjóður Íraks og frystar erlendar innstæður voru leystar upp og 700 tonn af dollaraseðlum prentaðir og fluttir  flugleiðis til Íraks í flutningavélum til að búa til "goodwill" og reyna á þann hátt að stytta tímann sem þá var bara skilgreind sem "aðgerð". Mest af þessu fjármagni lenti hjá glæpamönnunum sem veittu svo vel á garðann með röngum upplýsingum. 

Afleiðingarnar af þessari herför eru hörmulegar. Fyrir utan öll þau mannslíf sem fórnað hefur verið í þessu tilgangslausa stríði er heimurinn orðinn verri og sumpart hættulegri en hann var áður. Alskyns öfgahópar hafa sprottið upp til að herja á þá sem herja á trúbræður þeirra í suðri. Trúarbrögðin notuð til að villa um fyrir fólki í þeim tilgangi að hvetja það til að framkvæma einhver voðaverk og þá ekki bara á þeim stöðum sem stríðið er rekið. Viðbrögðin utan átakasvæðisins eru þau að allt eftirlit er aukið, gengið á mannréttindi fólks með þukli og gagnasöfnun með tilheyrandi ofurkostnaði fyrir öll hagkerfin. Allt í nafni einhverrar "ógnar" sem við sjálf erum farin að halda að sé til staðar.

Vegna þessa stríðs, sem átti að vera aðgerð, er orðið erfiðara og kostnaðarsamara að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, flutningur á fjármagni á milli landa er undir sérstakri smásjá, lengri tíma tekur fyrir fólk að ferðast, gríðarlegur innbyggður kostnaður hefur verið settur á vegna eftirlits með samborgurum með þeim afleiðingum að vinnuafl flyst til í störf sem eru þjóhagslega óhagkvæm og heimurinn er orðinn verri vegna þess að flestir trúa að "ógnin" sé til staðar. Afleiðingarnar eru að lífsgæði fólks hafa skerts og þjóðhagslegur óhagkvæmur kostnaður hefur aukist.


mbl.is Greenspan: Íraksstríðið snýst aðallega um olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sem betur fer höfum við Íslendingar enga hagsmuni af þessum stríðum, þótt báðar heimsstyrjaldirnar hafi bjargað okkur. Best verður að halda sig fjarri í því næsta líka.

Kostnaður BNA vegna Íraks er hér en hann er talinn geta farið yfir eina trilljón dollara. Nokkrum sinnum í sögunni hafa lönd eytt svo miklu í stríð að þau standa uppi slypp og snauð. Nú er BNA þegar orðið svo háð mildi Kínverja vegna eignar þeirra í BNA skuldabréfum að sjálfstæði BNA er stefnt í hættu. Rússar eflast af olíunni og Kínverjar af hagvextinum, en BNA er ofurskuldsett, með heilsuveilt eldra fólk sem aðalkjarna. Hagsmunir BNA eru vopnasala og að fá olíu, en þessir þættir vinna hvor á móti öðrum. Þýskaland var orðið svo skuldugt árið 1939 að það varð að fara í stríð við lánadrottnana.

Ég sé BNA ekki njóta hernaðarlegra yfirburða í framtíðinni, þar sem fólksfjöldi og hefðbundin vopn annarra velda geta valtað yfir heilu löndin og þeir verða að selja þessi vopn út um allt. En svona er heimurinn: það skiptir engu hvað okkur finnst, þetta er allt í hringferlum. 

Ívar Pálsson, 18.9.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband