Af hangikjötinu skulu þér þekkja þá

Einn af þeim þátt sem skilja að mismunandi menningarheima og oft er notað til að bera lönd saman er á hvern hátt lögum viðkomandi lands er beitt af hálfu dómstólanna. Okkur finnst að öll jöfnu furðulegt og grimmilegt þegar hendur eru höggvnar af fólki fyrir hnupl í Sádí Arabíu eða þegar fólk er þar kaghýtt á almannafæri fyrir að að neyta áfengis eða glugga í erlent blað þar sem í er auglýsing um dömubindi. Allt þetta vekur hjá manni kenndir um að illa sé farið með fólk og lögin sem refsingarnar byggja á óréttlátar og ómanneskjulegar og okkur sem hér búum óskiljanlegar.

Það sem vekur furðu mína er dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir manni sem stal hangikjötslæri. Eins og ég nefndi með samanburðinn að þá eiga lögin sem við sjálf setjum að endurspegla viðhorf okkar til náungans og lifsins almennt. Við setjum okkur upp regluverk á hvern hátt skuli refsað fyrir atvik sem ekki samrímast þeim gildum sem ríkja hverju sinni.

Þó að ég sé ekki löglærður, að þá hef ég réttlætiskennd og tel mig ekki eiga í erfiðleikum með að greina á milli hvað er rangt og hvað er rétt. Ég veit að maðurinn gerði rangt með því að taka það sem honum bar ekki. Það veit ég, en ég veit líka hitt að það er rangt að dæma mann, þrátt fyrir að hann hafi rofið skilorð með verknaði sínum, til svo þungrar refsingar. Það eru ósanngjörn lög og leyfi ég mér að efast um að það samrímist þeim gildum sem almennt ríkja í þjóðfélagi okkar í dag.

Stundum hefur verið sagt að dómstólar dæmi bara aumingja og dómarar séu vilhallir valdinu. Vildi ég að ósatt væri, en á langri ævi hef ég séð svo mörg dæmi um slíkt að ég er farinn að efast um að réttlætið sé haft að leiðarljósi í dómsölunum. Það er miður ef slíkt reynist vera rétt og setur þjóðfélag okkar niður á annað og verra stig.

Dæmi um fáránlega dóma að mínu mati er verðsamráð olíufélaganna. Þar var sannað að forráðamenn félagnna viðhöfðu athæfi sem skaðið fólkið í landinu. Lögin voru ekki nægilega afgerandi og því sluppu þessir menn við dóma sem allstaðar annarsstaðar, a.m.k. í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, hefðu verið dæmdir til sektar og margra ára fangelsisvistar.

En íslenskir dómstólar hafa alltaf tekið hart á sauða- og snærisþjófum. Nægir þar að vísa í söguna um ógæfufólk sem dæmt var til vistar á Brimarhólmi fyrir smávægilega yfirsjón.

Kannski á réttlætið eftir að ríða inn í dómsalina og kannski á hið há Aalþingi okkar eftir að fjalla um slík mál og gera breytingar á lögum sem löngu eru tímabær. Ég held að sagan eigi eftir að dæma okkur af dómum eins og þessu "hangikjötsmáli" og bera það saman við dóma þar sem sýkna var dæmd, þar sem menn verðskulduðu refsingu, eins og í samráði olíufélaganna.


mbl.is Þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hangikjötslæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hagbarður.

    Þessi hagnikjötsdómur, og margir fleiri dómar hjá Héraðsdómi Suðurlands, hafa verið mér og öðrum undurnarefni sl. daga, má þar nefna dóma fyrir reykspólun ofl, ásamt íkveikjudómnum.  Það hlýtur að vera ærinn´ástæða að kanna hvort eigi ekki að ryðja dóminn, og skipa hann nýju fólki, ásamt því hvort sé ekki tímabært að skipta út sýslumanninum á Selfossi.  Þessi dæmalausa ákærugleði og vinna sem sett er í smá mál hlýtur að vekja fleiri en mig til umhugsunar hvað er um að vera hjá embættinu.

   Eg get ekki látið hjá líða að mynnast á dóm hjá Heraðsdómi Norðurlands, um daginn er varðaði strák sem fór í skyrtu lögreglumans út að skemmta sér, og fékk sekt: Hvað er að þegar opinberir embættismenn, hafa rétt til að nota almenningsfé, og tíma borgaranna í svona vitleysu.

   Mér hefur verið ljóst til nokkra ára, að mikið væri að í okkar dóms- og ákærukerfi, og má þar sérstaklega nefna embætti ríkislögreglustjóra, sem hefur farið offfari í fjölda mála, og oftar en ekki ákært í málum sem allir sæmilega glöggir menn gátu séð að áttu ekkert erindi fyrir dómstóla.

   Að lokum vil ég segja það að það er ólþolandi í réttarfarsríki, að mesta réttaróvissan liggi í því hverjir skipi dóminn hverju sinni, og dómar séu jafn misvísandi og við höfum horft uppá sl. ár.

haraldurhar, 16.9.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband