Árangur mikillar vinnu

Það er vissulega ánægjulegt að sjá hversu margt jákvætt hefur komið frá ÍE að undanförnu. Félagið átti á brattann að sækja í fyrstu. Ótrúleg rætni, óvild og öfund sem einkennt hefur viðhorfið til þeirra. Vonandi eru þeir tímar að baki.

Félagið er eitt af örfáum félögum sem eru hér á landi þar sem einhver alvöru nýsköpun er stunduð og reynt að koma henni í markaðshæfan búning. Hin félögin eru Össur og Marel og kannski má einnig flokka Enex í þennan hóp líka þar sem reynt er að útvíkka yfirburðarþekkingu okkar á jarðvarma og rekstur jarðvarmaveitna.

Þrátt fyrir mikla hagsæld hér undanfarin ár hefur nýsköpun ekki verið mikil. Við höfum t.d. ekkert tekið þátt í olíuævintýri nágranna okkar, Norðmanna. Ekkert smíðað af tækjum og búnaði fyrir þann iðnað þó að við höfum hugvit og allar aðstæður til að keppa við sambærileg félög í Noregi. Það er líka umhugsunarvert afhverju það fjármagn sem hingað streymir og verður hér til nýtist ekki meira til alvöru atvinnusköpunar.

mbl.is ÍE finnur stökkbreytingar sem valda öllum tilfellum glákuafbrigðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband