9.8.2007 | 22:26
Árangur mikillar vinnu
Það er vissulega ánægjulegt að sjá hversu margt jákvætt hefur komið frá ÍE að undanförnu. Félagið átti á brattann að sækja í fyrstu. Ótrúleg rætni, óvild og öfund sem einkennt hefur viðhorfið til þeirra. Vonandi eru þeir tímar að baki.
Félagið er eitt af örfáum félögum sem eru hér á landi þar sem einhver alvöru nýsköpun er stunduð og reynt að koma henni í markaðshæfan búning. Hin félögin eru Össur og Marel og kannski má einnig flokka Enex í þennan hóp líka þar sem reynt er að útvíkka yfirburðarþekkingu okkar á jarðvarma og rekstur jarðvarmaveitna.
Þrátt fyrir mikla hagsæld hér undanfarin ár hefur nýsköpun ekki verið mikil. Við höfum t.d. ekkert tekið þátt í olíuævintýri nágranna okkar, Norðmanna. Ekkert smíðað af tækjum og búnaði fyrir þann iðnað þó að við höfum hugvit og allar aðstæður til að keppa við sambærileg félög í Noregi. Það er líka umhugsunarvert afhverju það fjármagn sem hingað streymir og verður hér til nýtist ekki meira til alvöru atvinnusköpunar.
Félagið er eitt af örfáum félögum sem eru hér á landi þar sem einhver alvöru nýsköpun er stunduð og reynt að koma henni í markaðshæfan búning. Hin félögin eru Össur og Marel og kannski má einnig flokka Enex í þennan hóp líka þar sem reynt er að útvíkka yfirburðarþekkingu okkar á jarðvarma og rekstur jarðvarmaveitna.
Þrátt fyrir mikla hagsæld hér undanfarin ár hefur nýsköpun ekki verið mikil. Við höfum t.d. ekkert tekið þátt í olíuævintýri nágranna okkar, Norðmanna. Ekkert smíðað af tækjum og búnaði fyrir þann iðnað þó að við höfum hugvit og allar aðstæður til að keppa við sambærileg félög í Noregi. Það er líka umhugsunarvert afhverju það fjármagn sem hingað streymir og verður hér til nýtist ekki meira til alvöru atvinnusköpunar.
ÍE finnur stökkbreytingar sem valda öllum tilfellum glákuafbrigðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hagbarður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.