Róið á krónumið

Enn ýta menn úr vör suður í Evrópu og sækja hingað norður eftir á fengsæl mið krónunnar, fjármagnaðir í "Carry-Trade útgerð" þar sem búast má við að fengurinn verði a.m.k. 10 til 12% árlegur vaxtamunur. Ekki léleg býtti það. Á þessum miðum er enginn kvóti  eða takmarkaður aðgangur að "auðlindinni".

Seðlabankinn sér um sleppingar og aflinn er óþrjótandi. Menn standa í kösinni og þurfa að hafa sig alla við til að klára að blóðga áður en trollið er híft upp aftur.  Á þessum miðum skín sólin glatt, karlinn í brúnni brosir yfir atganginum í strákunum sem gefa ekkert eftir í aðgerðinni. Góð tilfinning þegar dallurinn fer að þyngjast á bárunni. Tími til kominn að taka stímið í land eftir góðan túr á Íslandsmið.

Veiðum á krónumiðunum er viðhaldið  af "bilaðri" peningamálastjórn Seðlabankans. Gjaldmiðillinn er kominn í þann "fasa" að hann er orðinn "speculatívur" og honum er haldið í hæstu hæðum af erlendum aðilum sem sjá sér hag í því að "totta" vaxtamuninn úr krónunni. Krónan á sér ekki lengur grunn sem byggir á heildarframboði eða eftirspurn í hagkerfinu. Seðlabankinn er orðinn "konsúll" fyrir erlendar fjármagnsútgerðir og veifar flagginu og setur kúrsinn til hagsbóta fyrir aðila utan íslenska hagkerfisins.

En allir hlutir eru forgengilegir, líka þessi. Teikn eru á lofti að sá órói sem hefur verið á fjármálamörkuðum erlendis sé ekki yfirstaðinn. Verði sú aðlögun skörp eða langvinn má fastlega búast við því að þessir erlendu útgerðarmenn losi um það fjármagn sem bundið er í krónunni. Gerist það hratt mun krónan taka dýfu með tilheyrandi verðbólguskoti ofan í vexti sem eru í himinhæðum. Það getur orðið stór bylgjan sem flæðir yfir hagkerfið á leið sinni að jafna þann mun sem búinn hefur verið til í "röngu" raungengi. Þá er spurning hvað tekur við, hugsanlega óðaverðbólga og/eða aukið atvinnuleysi með tilheyrandi erfiðleikum á fjármála- og fasteignamarkaði. Útflutningsatvinnuvegirnir eiga ekkert "batter" til að taka við stórri dýfu, þeir hafa verið þrautpíndir á háu gengi og ekki verður sóknin í fiskimiðin aukin í bráð. 

 


mbl.is Rabobank gefur út nýjan flokk krónubréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæll Hagbarður.

     Tek undir allt sem þú segir.   Það er mér óskiljanlegt að núverandi ríkistjorn, setji ekki  núverandi stjórnendur Seðalabankans af, og skipi í stól Seðalabankastjóra  hæfan mann með tilskylda reynslu og menntun til að gegna þessari stöðu.  Það verður að hætta núverandi skipan að nota Seðalabankann sem dvalarheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn.

haraldurhar, 8.8.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Hagbarður. Útgáfa Rabobank minnir mig á hljómsveitina á Titanic forðum, sem hélt áfram að leika þar til að það var ekki hægt lengur. En hver láir þeim, mig grunar að þeir hafi sitt á hreinu með framvirkum samningum á móti, þannig að hver vaxtadagur er svo ánægjulegur að kostnaðurinn vinnst fljótt upp?

Ívar Pálsson, 8.8.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband